Fleiri fréttir

Dómar yfir mansalsmönnum mildaðir

Dómar yfir mansalsmönnum frá Litháen voru mildaðir um ár hjá öllum nema einum. Þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einn mannanna, Gediminas Lisauskas, þótti eiga mestan þátt í að flytja litháenska stúlku til landsins með það að markmiði að selja hana í vændi.

Sigraði í Hæstarétti og ætlar að fá sér bjór í tilefni dagsins

„Ég er enn með gæsahúð,“ segir Óskar Sindri Atlason sem sigraði í máli sínu gegn SP-fjármögnun varðandi gengistryggð lán og þar af leiðandi er réttaróvissu um gengistryggðu bílalánin úr sögunni. Óskar, sem keypti bíl á kaupleigusamningi áriuð 2006 er laus allra mála eftir úrskurð Hæstaréttar.

Neytendur voru sýknaðir

„Ég er mjög ánægður,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda um nýfallin dóm Hæstaréttar vegna bílalána í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánin væru ólögmæt.

Gengistryggð bílalán dæmd ólögmæt

Gengistryggð bílalán hafa verið dæmd ólögmæt og óheimil í Hæstarétti Íslands. Skuldbindingarnar teljast hafa verið í íslenskum krónum og því falla þau undi bann við gengistryggingu. Dómurinn var kveðinn upp í dag en málin voru tvö og vörðuðu bílalán frá fyrirtækjunum Lýsingu hf. og SP-fjármögnun.

Íslandi stefnt fyrir EFTA dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur að lög frá árinu 2007 um skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn sína til tímabundinna starfa á Íslandi samræmist hvorki ákvæðum EES-samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi né ákvæðum tilskipunar um útsenda starfsmenn.

Árekstur í Vesturbæ

Þriggja bíla árekstur var á Hringbraut við Melatorg klukkan um fjögur í dag.

Landsvirkjun undirritar nýjan samning um orkusölu við Alcan á Íslandi

Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hafa samið um orkusölu til álversins í Straumsvík. Samningurinn er undirritaður með hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki stjórna beggja félaganna, sem gert er ráð fyrir að verði uppfylltir eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu.

ASÍ segir sig frá stöðugleikasáttmálanum

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um starfsendurhæfingu í stöðugleikasáttmálanum og samtökin hafa því ákveðið að segja sig formlega frá stöðugleikasáttmálanum. Lögbinding þessara ákvæða var síðasta hálmstráið sem rökstuddi aðild ASÍ að sáttmálanum að því er segir í tilkynningu frá ASÍ. „Nú er sú von að engu orðin og lýsir miðstjórn ASÍ því formlega yfir að engar forsendur eru fyrir aðkomu þess að frekari samstarfi á þeim grunni."

Birna: Hæpið að skattleggja bankana frekar á óvissutímum

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að sérstakur eignaskattur á bankanna geti skapað þeim mikil vandræði, taki skatturinn ekki mið af rekstrarniðurstöðu. Skatturinn gæti haft alvarleg áhrif á eiginfjárhlutfall þeirra og gert það að verkum að einhverjir bankar færu niður fyrir lágmarks eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins.

Laus úr gæsluvarðhaldi

Karlmaður sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna gruns um aðkomu að umfangsmikilli kannabisframleiðslu og sölu er laus úr haldi. Karl Steinar Valsson hjá fíkniefnalögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði að ekki hefði verið talin ástæða til að halda honum lengur. Maðurinn var yfirheyrður ásamt fleirum í gær og að því loknu var honum sleppt.

Opnað inn í Þórsmörk

Að höfðu samráði við vísindamenn hefur lögreglustjórinn á Hvolsvelli ákveðið að aflétta lokun á veginum inn í Þórsmörk.

Ókeypis í sund fyrir börn og unglinga í sumar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með laugardeginum 19. júní og fram til 31. ágúst næstkomandi yrði ókeypis í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. Í tilkynningu frá borginni segir Jón Gnarr, borgarstjóri, þessa ákvörðun vera í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar en þar er þetta á lista yfir fyrstu verk nýs meirihluta.

Guðrún fékk lyklavöldin

Guðrún Pálsdóttir, nýr bæjarstjóri í Kópavogi, tók við lyklavöldum á skrifstofu bæjarstjóra í morgun, af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009. Gunnsteinn gaf ekki kost á sér í bæjarstjórn í kosningunum í vor og hverfur því til annarra starfa. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 1994 en þá kom hann fyrst inn sem varamaður. Hann hefur setið alls 241 bæjarstjórnarfund.

Akstur Strætó 17. júní samkvæmt laugardagsáætlun

Akstur allra leiða Strætó bs. á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður samkvæmt laugardagsáætlun. Á ákveðnum leiðum verður ekið lengur fram á kvöld auk þess sem á sömu leiðum verður akstur tíðari eftir kvöldmat en hefðbundið er samkvæmt laugardagsáætlun. Vegna lokana í miðbæ verður akstursleiðum jafnframt breytt á því svæði, segir í tilkynningu.

SA: Sparnaður í stað skattahækkana

Samtök Atvinnulífsins segja svigrúm til skattahækkana fullnýtt út árið 2011. Samtökin leggja til að sparnaði verði beitt til að ná böndum á ríkisfjármálin og leggja til aukinn einkarekstur í því skyni, meðal annars í heilbrigðisþjónustunni, og að lífeyrisaldur verði hækkaður.

Alþingi samþykkti frumvarp um siðareglur

Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um siðareglur var samþykkt samhljóða sem lög frá Alþingi í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir að settar verði almennar siðaregur fyrir alla ríkisstarfsmenn en jafnframt muni forsætisráðherra staðfesta sértækari siðareglur fyrir ráðherra annars vegar og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands.

Vilja draga ESB-umsóknina til baka

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þingflokksformanns Framsóknarflokksins og þingmanns VG kröfðust þess við upphaf þingfundar í dag dagskrá Alþingis yrði breytt og að þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka yrði sett á dagskrá. Leiðtogaráð ESB ákveður á fundi sínum á morgun hvort hafnar verði aðildarviðræður við Ísland.

Sex doktorsvarnir við Háskóla Íslands á einni viku

Þessa viku verða einstök tímamót í sögu Háskóla Íslands, þegar samtals sex doktorsvarnir fara fram á sjö daga tímabili. Er það einsdæmi í starfsemi Háskólans en þess má geta að Háskóli Íslands er eini háskólinn hér á landi sem heimilt er að brautskrá doktora af öllum fræðasviðum sínum.

Eigandi Draumsins losnar úr haldi í dag

Eigandi söluturnsins Draumsins losnar að öllum líkindum úr gæsluvarðhaldi í dag. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á ekki von á því farið verði fram á lengra gæsluvarðhald.

Þjóðskrá Íslands tekur til starfa

Alþingi samþykkti í gær lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands og taka þau gildi 1. júlí næstkomandi. Hin nýja stofnun ber heitið Þjóðskrá Íslands og tekur við verkefnum áðurnefndra stofnana.

Ókeypis í Árbæjarsafnið 17. júní

Í Árbæjarsafni verða fallegir þjóðbúningar í aðalhlutverki á 17. júní venju samkvæmt og eru gestir hvattir til að mæta í eigin búningum. Ókeypis verður inn á safnið í tilefni dagsins.

Synir Breiðholtsins afhentu borgarfulltrúum skýrslu

Fimm menn sem ólust upp í Breiðholtinu afhentu borgarfulltrúum í gær skýrslu um stöðu hverfisins. Forsvarsmaður hópsins er Bjarni Fritzson, landsliðsmaður í handbolta. Í formála skýrslunnar segir hann að síðastliðin ár og áratugi hafi borgaryfirvöld litið framhjá hverfinu og einbeitt sér að öðrum verkefnum.

Leikskólinn Hörðuvellir 75 ára

Leikskólinn Hörðuvellir í Hafnarfirði heldur upp á 75 ára afmælið sitt í dag. Leikskólinn Hörðuvellir á sér langa sögu. Verkakvennafélagið Framtíðin hóf rekstur dagheimilis í nýbyggingu skólans árið 1935. Áður rak Framtíðin dagheimili sumarlangt árin 1933 og 1934 í gamla barnaskólanum við Suðurgötu, segir í tilkynningu.

Sjálfstæðismenn og VG starfa áfram saman í Mosfellsbæ

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hlutu sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ 49,8% atkvæða og fjóra fulltrúa af sjö í bæjarstjórn og bættu við sig manni frá síðustu kosningum. Vinstri græn hlutu 11,7% og einn fulltrúa líkt og fyrir fjórum árum. Flokkarnir störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili.

Guðrún fær lyklavöld í Kópavogi

Guðrún Pálsdóttir, nýr bæjarstjóri í Kópavogi, tekur við lyklavöldum á skrifstofu bæjarstjóra klukkan tíu í dag, af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri í tæplega ár. Þar áður var Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Kópavogs.

Þingfundur stóð til morguns

Þingfundur stóð til klukkan rúmlega sex í morgun þar sem fjallað var um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þingfundur hefst aftur klukkan ellefu þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun mæla fyrir frumvarpi um um fækkun ráðuneyta. Þá mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mæla fyrir þingsályktunartillögu um samvinnuráð um þjóðarsátt.

Slökktu eld á frívakt

Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar eldur kviknaði í feitispotti á eldavél í heimahúsi á Selfossi í gærkvöldi. Heimafólk kallaði á slökkvilið, en slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður, sem bjuggu í grennd við húsið, en voru báðir á frívakt, fengu skeyti um útkallið og þustu á staðinn með eigin slökkvitæki.

Ráðherrar skrifast á um Icesave

Breski fjármálaráðherrann, George Osborne, hefur svarað bréfi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um viðræður vegna Icesave-deilunnar.

Grunur um herpessýkingar í hestum

„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum.

Kafli um fjármálakerfi bíður

Hægt verður að hefja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ekki hafi náðst samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave-málið.

Sífellt fleiri vilja leiðréttingu

Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær.

Drukknir á skytteríi í óleyfi

Tilkynnt var til lögreglunnar á Vestfjörðum um síðustu helgi að þrír menn væru að skjóta fugla í Æðey og væru drukknir í ofanálag. Ekki tókst betur til hjá veiðimönnunum en að gúmmítuðran sem þeir voru á varð vélarvana og þurftu þeir að leita aðstoðar hjá ábúandanum sem þeir höfðu verið að skjóta hjá í óleyfi.

Fer niður um ellefu krónur

N1 lækkaði listaverð á 95 oktana bensíni um ellefu krónur í gær. Algengasta hæsta verðið hjá olíuversluninni fór við það úr 201 krónu í fyrradag niður í 188,8 krónur. Hæsta verðið var hjá Skeljungi á höfuðborgarsvæðinu í gær, 192,5 krónur á lítrann.

Líst ekki illa á sameininguna

stjórnsýsla Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemd við undirbúning sameiningar skattumdæma landsins, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í gær. Um síðustu áramót voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víðs vegar um landið sameinuð í eitt og landið gert að einu skattumdæmi.

Metfjöldi frjókorna í loftinu

Aldrei hafa fleiri frjókorn mælst í Reykjavík en í apríl og maí síðastliðnum. Þá mældust 2000 frjókorn á rúmmetra á sólarhring. Þetta kemur fram í frjómælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Rannsakaði ung fötluð börn

Freyja Haraldsdóttir hlaut í gær viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir lokaverkefni sitt í BA-námi í þroskaþjálfarafræði.

Metfjöldi umsókna á Hólum

Metfjöldi umsókna barst um skólavist í háskólanum á Hólum nú í vor. Fjölgunin er tæplega 46 prósent milli ára.

Sjá næstu 50 fréttir