Fleiri fréttir Dómsmál gegn Svandísi þingfest í dag Dómsmál sem Flóahreppur höfðar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Flóahreppur krefst þess að ákvörðun ráðherra, um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar, verði dæmd ógild, og óskar jafnframt eftir flýtimeðferð. 4.5.2010 12:25 Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn óvenjumikill í dag Óvenju mikinn og dökkan öskumökk leggur nú upp frá toppgíg Eyjafjallajökuls. Mökkinn leggur til austurs og suðausturs yfir Mýrdalsjökul og telur Veðurstofan að búast megi við því að Eyjafjallajökull eigi eftir að valda öskufalli í sveitum þar fyrir austan, bæði í Álftaveri og Meðalllandi. 4.5.2010 12:09 Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni. 4.5.2010 12:01 Þjófar á ferð í Kópavogi Tilkynnt var um innbrot í gám sem stóð í Bæjarlind í Kópavogi í morgun. Að sögn lögreglu er óljóst hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu. 4.5.2010 11:20 Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík. 4.5.2010 11:19 Eiður Smári sakaður um nasisma Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag. 4.5.2010 08:58 Handtóku innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem braust inn í íbúð í Neðra-Breiðholti. Kona sem var í íbúðinni varð innbrotsþjófarins vör og gerði lögreglu viðvart um manninn. 4.5.2010 07:41 Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvo karlmenn sem grunaðir eru um líkamsárás fyrir framan heimahús í Reykjanesbæ í um kvöldið. Mennirnir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum þegar líður á daginn. Lögreglan verst annars allra frekari fregna af málinu að öðru leyti en því að hún lítur það mjög alvarlegum augum. 4.5.2010 07:00 Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verkfræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðalfundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér. 4.5.2010 06:45 Mun skoða handtökurnar í dómsal Uppákoman í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi, þar sem tveir voru handteknir í dómsal eftir að hafa neitað að yfirgefa hann að kröfu dómara, verður skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra. 4.5.2010 06:00 Mávar átu skarfahræ ætluð örnum í Flóa Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gagnýnir uppbyggingu í fuglafriðlandi við Ölfusá og að sett skuli hafa verið út hræ af skörfum til að fóðra erni. 4.5.2010 05:00 Jarðskjálftamælanet verið byggt upp á tuttugu árum Samstarf við erlendar stofnanir tryggir að íslenskir vísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum til rannsókna vegna jarðhræringa eins og eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. 4.5.2010 04:00 Eðlilegra væri að fá að kjósa um virkjun Sveitarstjórn Flóahrepps hefur skuldbundið hreppinn til að greiða vel á þriðja hundrað milljóna króna fyrir vatnsveitu verði Urriðafossvirkjun ekki sett á aðalskipulag hreppsins. 4.5.2010 03:15 Ný skýrsla: Auðvelt að vera móðir á Íslandi Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti. 3.5.2010 22:00 Jón Gnarr vill leysa erfið mál með gleði Jón Gnarr segist taka málefni borgarinnar, á borð við skattamál og samgöngumál, alvarlega. Það sé vel hægt að leysa mál með gleði þó þau séu alvarleg. 3.5.2010 20:55 Þingmannanefnd fundar um stjórnsýsluna Þingmannanefnd sem fer yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur saman á morgun til þess að fara yfir skýrsluna. 3.5.2010 19:57 Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af 3.5.2010 18:57 Átökin í Gígjökli - myndir Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt. 3.5.2010 21:16 Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn. 3.5.2010 18:58 Um 40 fyrirtæki stofnuð í tengslum við Hugmyndahús Hugmyndahús háskólanna fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og tók af því tilefni nýjan vef í notkun í dag við hátíðlega athöfn í Grandagarði 2 í Reykjavík. Á því eina ári sem Hugmyndahúsið hefur starfað hafa um 40 fyrirtæki verið stofnuð í tengslum við það og tugir starfa hafa orðið til. 3.5.2010 18:49 Hyggjast skapa 100 ný störf í Grindavík Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík. 3.5.2010 17:39 Skrifað undir samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu í dag samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar haustið 2012. 3.5.2010 16:54 Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki. 3.5.2010 16:42 Haíti: Hjálparstarfið hefur safnað 21 milljón 12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haíti en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí en landið fór illa út úr jarðskjálftanum í lok janúar. 3.5.2010 16:36 Lögreglan hvetur ökumenn til að taka nagladekkin undan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu. 3.5.2010 16:22 Forsætisráðherra: Gengur ekki að hækka launin Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hún hafi engin loforð eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Seðlabankastjóra, enda slíkt ekki á færi forsætisráðherra. 3.5.2010 15:59 Tillaga um launahækkun verði dregin til baka Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður iðnaðarnefndar, skorar á Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs Seðlabankans að draga til baka tillögu þess efnis að launs seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þúsund krónur. 3.5.2010 15:35 Amfetamín á Akranesi Lögreglumenn á Akranesi sem áttu erindi við einn af „ góðkunningjunum" voru staddir í anddyri íbúðar sem hann býr í um liðna helgi er þeir veittu athygli tveimurlitlum pakkningum sem hann hafði kastað á gólfið. „Reyndist vera amfetamín í báðum og við húsleit sem framkvæmd var í framhaldi af þessu fannst þriðja pakkningin,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn var færður til yfirheyrslu og viðurkenndi hann að eiga efnin og sagði þau hafa verið ætluð til eigin neyslu. 3.5.2010 14:40 Grunnskólanemendur í Hrísey vilja banna tóbakið Fimm grunnskólakrakkar úr Hrísey hafa ritað alþingismönnum bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að banna innflutning á tóbaki. Krakkarnir taka þátt í verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar, Reyklaus bekkur, og þeim datt í hug að leggja þetta til. Þau vísa í bann við innflutningi á M&M sælgæti á níunda áratug síðustu aldar og spyrja hvers vegna ekki sé hægt að fara sömu leið með tóbakið. 3.5.2010 14:18 Geðraskanir helsta orsök örorku Geðraskanir eru helsta orsök örorku hjá Íslendingum að því er fram kemur á vef Tryggingastofnunar sem greint helstu orsök örorku eftir sjúkdómaflokkum. 3.5.2010 13:34 Mælt með sprautu fyrir ferðalög til Tajikistan Sóttvarnalæknir hvetur þá sem eru á leiðinni til Tajikistan að bólusetja sig áður en haldið er af stað. Á þessu ári hafa 187 einstaklingar greinst með lömunarveiki í Tajikistan en lömunarveiki hefur ekki greinst þar síðan 2002. Á þessu ára hafa 12 látist í landinu vegna lömunarveiki, þar af 10 börn. Talið er að veiran hafi borist til Tajikistan frá Indlandi þar sem lömunarveiki er landlæg. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. 3.5.2010 13:09 Þrír óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í síðustu viku sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Smávegis af fíkniefnum fundust í fórum tveggja þeirra. 3.5.2010 12:51 Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 3.5.2010 12:13 Íslendingur barinn til bana í Danmörku Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn. 3.5.2010 12:00 Deila um arf til Barnaspítalans Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum. 3.5.2010 11:54 Starfsmaður Dominos dæmdur sekur Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Dominos Pizza í Reykjanesbæ var í dag fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu í apríl fyrir tveimur árum. Um er að ræða konu á þrítugsaldri sem sló eign sinni á söluhagnað upp á 161.709 krónur sem hún átti að fara með í banka. 3.5.2010 11:37 Andrés aðstoðar Álfheiði Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof – en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum. 3.5.2010 11:02 Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. 3.5.2010 10:25 Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3.5.2010 08:52 Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. 3.5.2010 08:48 Flutt á slysadeild eftir mótorhjólaslys Tvennt slasaðist í gærkvöldi þegar mótorhjól fór út af Biskupstungnabraut rétt eftir klukkan tíu. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því sunnan við Geysi í Haukadal og lentu hann og farþegi hans utan vegar. Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík en að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. 3.5.2010 08:30 Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna. 3.5.2010 08:27 Guðlaugur Þór: Hefur ekki hugleitt afsögn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Fréttablaðið í dag. 3.5.2010 06:30 Sjóðandi bræðsluvatn fellur niður í Markarfljót Sjóðandi bræðsluvatn rennur niður meginbrattann við Gígjökul og fellur þar ofan í Markarfljótið en gera má ráð fyrir því að hraunrennslið sé þá komið að meginbrúninni. 2.5.2010 19:51 Bíll og vélhjól lentu í árekstri Bifreið og vélhjól lentu í árekstri í Suðurhlíð í Reykjavík en lögreglan fékk tilkynningu um slysið um hálf sjö í kvöld. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu. 2.5.2010 19:08 Sjá næstu 50 fréttir
Dómsmál gegn Svandísi þingfest í dag Dómsmál sem Flóahreppur höfðar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Flóahreppur krefst þess að ákvörðun ráðherra, um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar, verði dæmd ógild, og óskar jafnframt eftir flýtimeðferð. 4.5.2010 12:25
Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn óvenjumikill í dag Óvenju mikinn og dökkan öskumökk leggur nú upp frá toppgíg Eyjafjallajökuls. Mökkinn leggur til austurs og suðausturs yfir Mýrdalsjökul og telur Veðurstofan að búast megi við því að Eyjafjallajökull eigi eftir að valda öskufalli í sveitum þar fyrir austan, bæði í Álftaveri og Meðalllandi. 4.5.2010 12:09
Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni. 4.5.2010 12:01
Þjófar á ferð í Kópavogi Tilkynnt var um innbrot í gám sem stóð í Bæjarlind í Kópavogi í morgun. Að sögn lögreglu er óljóst hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu. 4.5.2010 11:20
Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík. 4.5.2010 11:19
Eiður Smári sakaður um nasisma Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag. 4.5.2010 08:58
Handtóku innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem braust inn í íbúð í Neðra-Breiðholti. Kona sem var í íbúðinni varð innbrotsþjófarins vör og gerði lögreglu viðvart um manninn. 4.5.2010 07:41
Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvo karlmenn sem grunaðir eru um líkamsárás fyrir framan heimahús í Reykjanesbæ í um kvöldið. Mennirnir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum þegar líður á daginn. Lögreglan verst annars allra frekari fregna af málinu að öðru leyti en því að hún lítur það mjög alvarlegum augum. 4.5.2010 07:00
Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verkfræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðalfundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér. 4.5.2010 06:45
Mun skoða handtökurnar í dómsal Uppákoman í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi, þar sem tveir voru handteknir í dómsal eftir að hafa neitað að yfirgefa hann að kröfu dómara, verður skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra. 4.5.2010 06:00
Mávar átu skarfahræ ætluð örnum í Flóa Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gagnýnir uppbyggingu í fuglafriðlandi við Ölfusá og að sett skuli hafa verið út hræ af skörfum til að fóðra erni. 4.5.2010 05:00
Jarðskjálftamælanet verið byggt upp á tuttugu árum Samstarf við erlendar stofnanir tryggir að íslenskir vísindamenn hafa aðgang að öllum bestu gögnum til rannsókna vegna jarðhræringa eins og eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. 4.5.2010 04:00
Eðlilegra væri að fá að kjósa um virkjun Sveitarstjórn Flóahrepps hefur skuldbundið hreppinn til að greiða vel á þriðja hundrað milljóna króna fyrir vatnsveitu verði Urriðafossvirkjun ekki sett á aðalskipulag hreppsins. 4.5.2010 03:15
Ný skýrsla: Auðvelt að vera móðir á Íslandi Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti. 3.5.2010 22:00
Jón Gnarr vill leysa erfið mál með gleði Jón Gnarr segist taka málefni borgarinnar, á borð við skattamál og samgöngumál, alvarlega. Það sé vel hægt að leysa mál með gleði þó þau séu alvarleg. 3.5.2010 20:55
Þingmannanefnd fundar um stjórnsýsluna Þingmannanefnd sem fer yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur saman á morgun til þess að fara yfir skýrsluna. 3.5.2010 19:57
Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af 3.5.2010 18:57
Átökin í Gígjökli - myndir Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt. 3.5.2010 21:16
Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn. 3.5.2010 18:58
Um 40 fyrirtæki stofnuð í tengslum við Hugmyndahús Hugmyndahús háskólanna fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og tók af því tilefni nýjan vef í notkun í dag við hátíðlega athöfn í Grandagarði 2 í Reykjavík. Á því eina ári sem Hugmyndahúsið hefur starfað hafa um 40 fyrirtæki verið stofnuð í tengslum við það og tugir starfa hafa orðið til. 3.5.2010 18:49
Hyggjast skapa 100 ný störf í Grindavík Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík. 3.5.2010 17:39
Skrifað undir samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu í dag samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar haustið 2012. 3.5.2010 16:54
Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki. 3.5.2010 16:42
Haíti: Hjálparstarfið hefur safnað 21 milljón 12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haíti en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí en landið fór illa út úr jarðskjálftanum í lok janúar. 3.5.2010 16:36
Lögreglan hvetur ökumenn til að taka nagladekkin undan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu. 3.5.2010 16:22
Forsætisráðherra: Gengur ekki að hækka launin Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hún hafi engin loforð eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Seðlabankastjóra, enda slíkt ekki á færi forsætisráðherra. 3.5.2010 15:59
Tillaga um launahækkun verði dregin til baka Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður iðnaðarnefndar, skorar á Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs Seðlabankans að draga til baka tillögu þess efnis að launs seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þúsund krónur. 3.5.2010 15:35
Amfetamín á Akranesi Lögreglumenn á Akranesi sem áttu erindi við einn af „ góðkunningjunum" voru staddir í anddyri íbúðar sem hann býr í um liðna helgi er þeir veittu athygli tveimurlitlum pakkningum sem hann hafði kastað á gólfið. „Reyndist vera amfetamín í báðum og við húsleit sem framkvæmd var í framhaldi af þessu fannst þriðja pakkningin,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn var færður til yfirheyrslu og viðurkenndi hann að eiga efnin og sagði þau hafa verið ætluð til eigin neyslu. 3.5.2010 14:40
Grunnskólanemendur í Hrísey vilja banna tóbakið Fimm grunnskólakrakkar úr Hrísey hafa ritað alþingismönnum bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að banna innflutning á tóbaki. Krakkarnir taka þátt í verkefni á vegum Lýðheilsustöðvar, Reyklaus bekkur, og þeim datt í hug að leggja þetta til. Þau vísa í bann við innflutningi á M&M sælgæti á níunda áratug síðustu aldar og spyrja hvers vegna ekki sé hægt að fara sömu leið með tóbakið. 3.5.2010 14:18
Geðraskanir helsta orsök örorku Geðraskanir eru helsta orsök örorku hjá Íslendingum að því er fram kemur á vef Tryggingastofnunar sem greint helstu orsök örorku eftir sjúkdómaflokkum. 3.5.2010 13:34
Mælt með sprautu fyrir ferðalög til Tajikistan Sóttvarnalæknir hvetur þá sem eru á leiðinni til Tajikistan að bólusetja sig áður en haldið er af stað. Á þessu ári hafa 187 einstaklingar greinst með lömunarveiki í Tajikistan en lömunarveiki hefur ekki greinst þar síðan 2002. Á þessu ára hafa 12 látist í landinu vegna lömunarveiki, þar af 10 börn. Talið er að veiran hafi borist til Tajikistan frá Indlandi þar sem lömunarveiki er landlæg. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. 3.5.2010 13:09
Þrír óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í síðustu viku sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum fíkniefna. Smávegis af fíkniefnum fundust í fórum tveggja þeirra. 3.5.2010 12:51
Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 3.5.2010 12:13
Íslendingur barinn til bana í Danmörku Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn. 3.5.2010 12:00
Deila um arf til Barnaspítalans Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum. 3.5.2010 11:54
Starfsmaður Dominos dæmdur sekur Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Dominos Pizza í Reykjanesbæ var í dag fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu í apríl fyrir tveimur árum. Um er að ræða konu á þrítugsaldri sem sló eign sinni á söluhagnað upp á 161.709 krónur sem hún átti að fara með í banka. 3.5.2010 11:37
Andrés aðstoðar Álfheiði Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof – en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum. 3.5.2010 11:02
Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. 3.5.2010 10:25
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3.5.2010 08:52
Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. 3.5.2010 08:48
Flutt á slysadeild eftir mótorhjólaslys Tvennt slasaðist í gærkvöldi þegar mótorhjól fór út af Biskupstungnabraut rétt eftir klukkan tíu. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því sunnan við Geysi í Haukadal og lentu hann og farþegi hans utan vegar. Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík en að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. 3.5.2010 08:30
Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna. 3.5.2010 08:27
Guðlaugur Þór: Hefur ekki hugleitt afsögn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Fréttablaðið í dag. 3.5.2010 06:30
Sjóðandi bræðsluvatn fellur niður í Markarfljót Sjóðandi bræðsluvatn rennur niður meginbrattann við Gígjökul og fellur þar ofan í Markarfljótið en gera má ráð fyrir því að hraunrennslið sé þá komið að meginbrúninni. 2.5.2010 19:51
Bíll og vélhjól lentu í árekstri Bifreið og vélhjól lentu í árekstri í Suðurhlíð í Reykjavík en lögreglan fékk tilkynningu um slysið um hálf sjö í kvöld. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu. 2.5.2010 19:08