Fleiri fréttir

Evrópa bregst ef evran fellur

„Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu.

Örlög allra þjóða samofin

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á þriðjudag setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu Norður-Suðurstofnunarinnar sem starfar á vegum Evrópuráðsins.

Segja 150 störf vera í hættu

„Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna frumvarps um leyfisveitingar vegna hvalveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Veiðar hefjast

HB Grandi undir­býr nú komandi síldarvertíð. Stefnt er að því að Lundey NS fari til veiða um miðja næstu viku og í framhaldinu munu Faxi RE og Ingunn AK verða send til veiða, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Vertíðar­byrjunin nú verður á svipuðu róli og í fyrra. Hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði hefur verið unnið að undirbúningi síldarvertíðarinnar undanfarnar vikur og settur upp nýr og fullkominn búnaður til vinnslu á síld og makríl. - shá

Pólitísk sátt um sanngirnisbætur

Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna.

Ég er geislavirkur, herra minn

„Enginn í ríkisstjórn Obama svarar mér, hlustar á mig, talar við mig eða les neitt af því sem ég skrifa þeim,“ segir séra Jeremiah Wright, sóknarprestur Baracks Obama, núverandi Bandaríkjaforseta.

Gosið bætir gráu í svört ský yfir Evrópu

Íslendingar hafa tíma 11. júní til að sannfæra heiminn um að landið sé öruggt og að hingað sé yfirhöfuð hægt að ferðast, að sögn fjölmiðlamannsins Simons Calder. Nýta þurfi gluggann fram að HM í fótbolta. Gos í Eyjafjallajökli var til umræðu á fundi Icelandair í gær. Formaður Evrópusambands flugfélaga segir heildartap vegna þess, dagana 15. til 23. apríl, hafa numið 733 milljónum evra, eða 117,7 milljörðum króna.

Annar karlmaður segist hafa lent í meinta nauðgaranum

„Hann leitar uppi unga stráka, dópar þá og þegar þeir drepast þá leitar hann á þá,“ segir 25 ára gamall maður sem segist hafa lent í kynferðisofbeldi af hálfu manns sem nú hefur verið kærður fyrir að nauðga ungum manni um tvítugt.

Bæjarstjóri Akraness hafnar lögbroti

Bæjarstjóri Akraness hafnar því að bærinn hafi brotið lög vegna samnings sem gerður var við fyrirtæki í eigu sonar forseta bæjarstjórnar. Kærunefnd útboðsmála telur bæinn hafa brotið lög, en hefur ekki heimild til að ógilda samninginn.

Eðjan eins og flæðandi steypa

Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag.

Jarðskjálfti á Norðurlandi

Jarðskjálfti, sem mældist tæpir fjórir á richter-skalanum, skók jörðu á Norðurlandi um hálf sex í dag en upptök sjálftans voru fyrir minni Eyjafjarðar.

Hæstiréttur vísar kæru Sigurðar frá

Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings sem kærði alþjóðlega handtökuskipun sem gefin hefur verið út á hendur honum vegna rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings.

Lithái grunaður um smygl sendur til Færeyja í skýrslutöku

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að senda eigi Litháískan karlmann sem er í gæsluvarðhaldi hér á landi til Færeyja til þess að bera vitni í smyglmáli. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi fella úrskurðinn úr gildi. Maðurinn verður líklega sendur til Færeyja með Norrænu í kvöld í ljósi ótryggra flugsamgangna við Færeyjar sökum eldgoss í Eyjafjallajökli.

Fyrirtækjum með báðum kynjum í stjórn fækkar

Fyrirtækjum með báðum kynjum í stjórn hefur fækkað á milli ára síðan ýmsir hagsmunaaðilar og stjórnmálaflokkar undirrituðu samstarfssamning um aukna hlutdeild kvenna í atvinnurekstri.

G-listinn gegn fyrningarleiðinni

Listi Grindvíkinga leggst alfarið gegn fyrningarleið í sjávarútvegi í núverandi mynd sem ríkisstjórnin leggur til að farin verði í haust samkvæmt tilkynningu frá listanum.

Már færði kollega „ash og cash“

Þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær um kaup á útistandandi skuldabréfum í Avens B.V. kom íslenski seðlabankastjórinn færandi hendi. Már færði Lúxembúrgíska kollega sínum tvær krukkur sem innihalda ösku úr Eyjafjallajökli að gjöf.

Varnargarðar styrktir við Þorvaldseyri

Vinna er nú hafin við að styrkja varnargarðana við Þorvaldseyri en í morgun kom eðjuflóð vatns og ösku niður Svaðbælisána og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri. Flóðið stóð fram eftir morgni en hafði sjatnað mjög upp úr hádegi. Sjónarvottar sögðu flóðið hafa verið líkast fljótandi steypu.

Innanlandsflugið liggur niðri að mestu

Nær allt áætlunarflug innanlands liggur nú niðri vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvöllur er þó ekki lokaður en askan kemur í veg fyrir að hægt sé að fljúga til annara staða eins og til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Flugfélag Íslands hefur seinkað öllum ferðum félagsins og á að athuga með flug eftir klukkan sjö í kvöld. Flugfélagið Ernir er þó enn með á áætlun að fljúga til Hafnar í Hornafirði klukkan fjögur.

Fundu 125 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni um miðjan dag í gær. Í tilkynningu segir að við húsleit á staðnum hafi fundist um 125 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Síbrotamaður dæmdur í árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 25 ára gamlan karlmann í árs fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot. Hann var meðal annars fundurinn sekur um að hafa stolið bíl, fötum, dvd-diskum og orkudrykkjum. Maðurinn var á reynslulausn þegar hann framdi brotin en hann á að baki verulegan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 2001.

Slökkvistarfi lokið í bryggjuhverfi

Slökkvistarfi er nú lokið í bryggjuhverfinu í Grafarvogi en þar kom upp eldur í gámum sem stillt hafði verið upp og byggt skýli yfir yfir. Gámarnir sem brunnu voru úr plasti en skýlið virðist að sögn slökkviliðsins hafa verið notað sem bátaskýli eða til viðgerða á bátum. Engir bátar voru þó í skýlinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn og fer málið í rannsókn.

Akranes braut lög með samningi við son forseta bæjarstjórnar

Akraneskaupstaður braut gegn íslenskum lögum og EES-reglum þegar bærinn bauð ekki út kaup á tölvuþjónustu og samdi við fyrirtækið Securstore sem stýrt er af syni forseta bæjarstjórnar. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála.

Eldur í bryggjuhverfinu í Grafarvogi

Slökkviliðið berst nú við eld sem logar í gámastæðum í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Samkvæmt sjónarvottum er um talsverðan eld að ræða en vaktstjóri slökkviliðs segir að gámarnir hafi verið notaðir til þess að hýsa báta.

Trilla sökk vestan við Grindavík

Sex tonna trilla sökk við Staðarberg á Reykjanesi rétt vestan við Grindavík fyrir hádegi eftir að leki kom að bátnum. Einn maður var um borð og er hann heill á húfi. Slæmt skyggni er á svæðinu.

Piltur kærir nauðgun

Piltur um tvítugt hefur lagt fram kæru um nauðgun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kærði maðurinn misneytinguna af hendi sér eldri karlmanns til lögreglu eftir helgina.

Rekstur Landspítalans réttu megin við strikið

Rekstur Landspítala var réttu megin við strikið eftir fjóra fyrstu mánuði ársins. Björn Zoëga, forstjóri spítalans, segir að það sé gífurlega góður árangur á erfiðum tímum. „Á síðustu mánuðum hefur verið óvenju mikið álag en allir hafa lagt sitt fram til að þessi árangur náist," segir Björn í pistli á heimasíðu spítalans.

Flóðið olli ekki skemmdum á vegamannvirkjum

Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Flóðið er að sjatna en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Mikil eðja er í vatninu og framburður.

Ólafur Ragnar flutti setningarræðu í Portúgal

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í gær, setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu í boði Norður-Suður stofnunarinnar (e. North-South Centre) sem starfar á vegum Evrópuráðsins. Ráðstefnan bar heitið „The 21st Century: A Century of Global Interdependence and Solidarity“ og var haldin í ráðhúsi Lissabonborgar í Portúgal. Stofnunin var sett á laggirnar fyrir 20 árum á grundvelli samþykkta þings Evrópuráðsins. Ráðstefnuna sótti fjöldi sérfræðinga sem og fulltrúar alþjóðastofnana og aðildarríkja Evrópuráðsins.

Franklin Stiner dæmdur í fangelsi

Franklin Stiner var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir vörslu fíkniefna. Hann var ákværður fyrir að hafa í október 2008 haft í fórum sínum rúm 150 grömm af amfetamíni, 32 grömm af kókaíni, lítilræði af hassi og 23 alsælutöflur sem lögregla fann við leit. Tæpu hálfu ári síðar fundu lögreglumenn aftur fíkniefni hjá Franklín, í þetta sinn rúm 22 grömm af amfetamíni 2 alsælutöflur og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabis.

Eyjafjallajökull: Eðjuflóð í Svaðbælisá

Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.

Reyndi að brjótast inn í apótek

Lögreglumenn handtóku undir morgun mann, sem var að reyna að brjótast inn í apótek í austurborginni. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag, en aðeins eru nokkrir dagar síðan reynt var að brjótast inn í annað apótek í borginni. Það mistókst líka.

Innanlandsflug hafið

Biðstaða var í innanlandsfluginu í morgun og var öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis í nánari athugun. Nú er hinsvegar búið að opna Reykjavíkurflugvöll og hófst innanlandsflug upp úr klukkan átta. Ekki er þó víst hvort hægt verður að fljúga til Ísafjarðar, en búið er að opna Akureyrarflugvöll.

Innanlandsflug í nánari athugun

Biðstaða er í innanlandsfluginu þessa stundina og öll áætlun Flugfélags Íslands og Ernis er í nánari athugun. Aska er víða í háloftunum og er verið að kortleggja hana nánar. Keflavíkurflugvöllur er hinsvegar opinn og hefur millilandaumferð verið með eðlilegum hætti í morgun.

Eldur kviknaði í eldunartæki

Eldur kviknaði í eldunartæki í íbúð við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi og var kallað á slökkviliðið. Íbúum tókst að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang, en slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina. Engum varð meint af.

Býður sig fram í varaformanninn

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kosið verður í á landsfundi flokksins í lok júní.

Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna

Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga.

Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi

Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá.

„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“

„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld.

Klessti á bifreið á slysstað

Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið og einn leitaði sjálfur á slysadeild eftir umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú undir kvöldmat.

Fyrstu hrefnunni landað

Hvalveiðibáturinn Hafsteinn SK-3 landaði fyrstu hrefnunni í ár í Hafnarfirði í dag. Hún var veidd í gær á utanverðum Faxaflóa. Um 23 feta tarf var að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir