Innlent

Yfirheyrslur stóðu fram á nótt vegna slagsmála í Kórahverfi

Frá vettvangi. Nokkrir þeirra gista enn fangageymslur og verða yfirheyrðir nánar í dag.
Frá vettvangi. Nokkrir þeirra gista enn fangageymslur og verða yfirheyrðir nánar í dag. Mynd/Anton Brink

Yfirheyrslur stóðu fram á nótt yfir fimm íslenskum konum og körlum, sem handtekin voru eftir hópslagsmál, eða líkamsárás, í Kórahverfi í Kópavogi síðdegis í gær, þar sem vopnum og bareflum var beitt.

Nokkrir þeirra gista enn fangageymslur og verða yfirheyrðir nánar. Tveir til viðbótar voru fluttir á slysadeild, og hlaut annar þeirra alvarlega áverka, en hinn var útskrifaður eftir að gert hafi verið að sárum hans. Á þriðja hundrað kannabisplöntur fundust í íbúð í Kórahverfi, við húsleit í framhaldi af átökunum. Allt fólkið á sakaferil að baki.








Tengdar fréttir

Tveir á slysadeild eftir hópslagsmál

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að hópslagsmál brutust út í Töllakór í Kópavoginum samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölskyldufólk í áfalli eftir hópslagsmál í Kórahverfinu

„Það þorir enginn að senda börnin sín út nema þegar maður veit að þessi maður er í varðhaldi,“ segir sjónarvottur í Kórahverfinu sem varð vitni að blóðugum hópslagsmálum fyrr í dag. Þar börðust sjö menn vopnaðir hnífum, hafnaboltakylfum og exi. Átökin eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×