Innlent

Klessti á bifreið á slysstað

Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið og einn leitaði sjálfur á slysadeild eftir umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú undir kvöldmat.

Annar árekstur varð svo á sama stað þegar lögreglan var við það að ljúka störfum á vettvanginum. Ástæðan var sú að ökumenn gættu ekki nægilega vel að sér og því fór sem fór.

Talsverðar tafir urðu vegna þessa á umferð við Arnarnesbrúna. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl séu að ræða. Þrjú ökutæki voru flutt af slysstað.

Á svipuðu tíma og lögreglan tókst á við umferðaróhappið við Arnarnesbrúna var ekið á hjólreiðarmenn á gatnamótum Borgartúns og Sóltúns. Hjólreiðarmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×