Innlent

Fyrstu hrefnunni landað

Hvalveiðibáturinn Hafsteinn SK-3 landaði fyrstu hrefnunni í ár í Hafnarfirði í dag. Hún var veidd í gær á utanverðum Faxaflóa. Um 23 feta tarf var að ræða.

Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta hrefna sumarsins samkvæmt tilkynningu frá útgerðarfélaginu Firði sem gerir út Hafstein SK-3.

Kjötið af hrefnunni verður til sölu í Fiskbúðinni Bryggjuhúsið, Höfðabakka 1 (við Gullinbrú).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×