Innlent

Fjögurra bíla árekstur við Stekkjarbakka

Nokkrir sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang.
Nokkrir sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang.

Fimm voru færðir á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur nálægt Stekkjarbakkabrú um kvöldmatarleytið.

Ekki er ljóst hvernig slysið atvikaðist en áreksturinn var heldur harkalegur.

Þrír sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang auk þess sem slökkvilið var fengið til þess að hreinsa upp olíu sem lak á götuna. Hreinsunarstarf er enn í gangi. Meiðslin eru minniháttar en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×