Innlent

Með slæma áverka eftir að hafa verið höggvinn í höfuðið með öxi

Lögreglan var enn að störfum við heimili mannsins sem býr í Kórahverfinu og nágrönnum stendur stuggur af.
Lögreglan var enn að störfum við heimili mannsins sem býr í Kórahverfinu og nágrönnum stendur stuggur af. Mynd Anton Brink.

Einn aðili verður að öllum líkindum lagður inn á spítala eftir að hafa verið laminn í höfuðið með öxi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Áverkarnir munu vera slæmir.

Um er að ræða einn manninn sem tók þátt í blóðugum hópslagsmálum í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Alls voru sjö menn handteknir en tveir voru fluttir á slysadeild.

Samkvæmt sjónarvotti sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld þá var einn mannanna höggvinn í höfuðið með exi. Þá voru menn einnig vopnaðir hafnaboltakylfum og hnífum.

Yfirheyrslur eru hafnar. Ekki er ljóst hvað mönnunum gekk til.


Tengdar fréttir

Fjölskyldufólk í áfalli eftir hópslagsmál í Kórahverfinu

„Það þorir enginn að senda börnin sín út nema þegar maður veit að þessi maður er í varðhaldi,“ segir sjónarvottur í Kórahverfinu sem varð vitni að blóðugum hópslagsmálum fyrr í dag. Þar börðust sjö menn vopnaðir hnífum, hafnaboltakylfum og exi. Átökin eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×