Innlent

Síbrotamaður dæmdur í árs fangelsi

mYND ÚR SAFNI
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 25 ára gamlan karlmann í árs fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld og umferðarlagabrot. Hann var meðal annars fundurinn sekur um að hafa stolið bíl, fötum, dvd-diskum og orkudrykkjum. Maðurinn var á reynslulausn þegar hann framdi brotin en hann á að baki verulegan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 2001.

Þrítug kona sem einnig hefur áður komist í kast við lögin var sakfelld fyrir aðild að einu brotanna. Henni var ekki gerð sérstök refsing í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×