Innlent

Már færði kollega „ash og cash“

Frá undirritun samkomulagsins. Á borðinu sjást öskukrukkurnar.
Frá undirritun samkomulagsins. Á borðinu sjást öskukrukkurnar.

Þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch seðlabankastjóri Lúxemborgar undirrituðu samkomulagið í Lúxemborg í gær um kaup á útistandandi skuldabréfum í Avens B.V. kom íslenski seðlabankastjórinn færandi hendi. Már færði Lúxembúrgíska kollega sínum tvær krukkur sem innihalda ösku úr Eyjafjallajökli að gjöf.

Í ljósi samkomulagsins sem felur í sér kaup ríkisins á krónueignum frá Lúxemborg má segja að Íslendingar hafi í þessu tilviki fært kolleganum bæði „ash og cash".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×