Fleiri fréttir

Gæsluvarðhald yfir Magnúsi rennur út á morgun

Gæsluvarðahaldið yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrvernadi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg rennur út á morgun. Magnús var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku og úrskurðaður í 7 daga gæsluvarðhald daginn eftir.

Tillögu um rannsóknarnefnd vísað til bæjarstjóra

Tillögu bæjarfulltrúa Vinstri grænna í Kópavogi um að skipuð verði nefnd til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu bæjarins var ekki samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Henni var vísað til umsagnar bæjarstjóra.

Ragnar Aðalsteinsson: Réttlát málsmeðferð útilokuð

Ragnar Aðalsteinsson verjandi í máli nímenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi segir útilokað að sakborningarnir í málinu fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Dómari sleit þinghaldi í gær án fyrirvara en þá höfðu átök brotist út fyrir utan réttarsalinn.

Ellefu kórar syngja Fúsalög í Vetrargarðinum

Ellefu kórar munu í dag sameina raddir sínar og syngja Fúsalög, lög eftir hinn ástsæla Sigfús Halldórsson tónskáld í Vetrargarðinum í Smáralind á milli klukkan eitt og þrjú. Tónleikarnir eru hluti af árlegri menningarhátíð Kópavogsbæjar, Kópavogsdaga, sem nú stendur yfir.

Jóni birt stefnan í New York

Jón Ásgeiri Jóhannessyni hefur verið birt stefna slitastjórnar Glitnis á hendur honum, Lárusi Welding og fimm öðrum, að sögn breska blaðsins Guardian. Blaðið greinir frá því á vef sínum að Jóni Ásgeiri hafi verið afhent dómsgögnin í annarri lúxusíbúða sinna í Manhattan í New York.

Fjórar líkamsárásir kærðar

Fjórar líkamsárásir voru kærðar í Reykjavík nótt. Að sögn lögreglu var engin þeirra þó alvarleg. Töluverður erill var í miðborginni enda skemmtistaðir opnir frameftir. Þá voru nokkri teknir fyrir meintan ölvunar og eða fíkniefnaakstur. Á Suðurnesjum gekk skemmtanahald næturinnar hinsvegar mjög vel fyrir sig að sögn lögreglu.

Svipaður gangur í gosinu

Svipaður gangur er í gosinu í Eyjafjallajökli og verið hefur undanfarna daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir að gosmökkurinn sé enn í svipaðri hæð og verið hefur en engar fregnir hafa borist af öskufalli í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar eru horfur á öskufalli sunnan og suðaustan eldstöðvarinnar.

Stal Hesti

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í nótt mann sem virtist hafa óeðlilega mikinn áhuga á skiltum og vegvísum því hann hafði stolið nokkrum slíkum um nóttina.

Mergsugu Glitni í eigin þágu

Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur afstöðu til beiðni slitastjórnar og skilanefndar Glitnis um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Welding og Pálma Haraldssonar strax eftir helgi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Verði sýslumaður við beiðninni má gera ráð fyrir að allar eignir þremenninganna hér á landi verði frystar, þar á meðal 45 prósent eignarhlutur Jóns Ásgeirs í Gaumi og eignarhlutur Pálma í Iceland Express auk annarra eigna þeirra hér á landi.

Vill freista þess að ljúka Icesave innan mánaðar

Ríkisstjórnin vill láta á það reyna hvort unnt sé að ná Icesave-samkomulagi við Breta og Hollendinga fyrir þingkosningarnar í Hollandi eftir tæpan mánuð og ræddi málið við forystumenn stjórnarandstöðunnar í dag.

Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélags Íslands

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn formaður Lögmannafélags Íslands á aðalfundi félagsins í dag. Hafði hann þar með betur en Heimir Örn Herbertsson mótframbjóðandi hans.

Bifreið ekið á barn

Bifreið var ekið á barn á Akurvöllum um hálfníuleytið í kvöld. Sem betur fer reyndust meiðslin vera minniháttar og samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum reyndist ekki nauðsynlegt að flytja viðkomandi á slysadeild.

Nafn mannsins sem lést á Ingólfsfjalli

Maðurinn sem lést þegar svifvængur hans hrapaði með hann í hlíðum Ingólfsfjalls um miðjan dag á mánudag hét Grzegorz Czeslaw Rynkowski. Hann var fæddur í Póllandi 13.03.1976. Hann var búsettur á höfuðborgarsvæðinu og lætur eftir sig sambýliskonu. Rannsókn málsins miðar vel en hún er unnin af rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi.

Metumferð í íslenskri lofthelgi

Fjórða daginn í röð var metumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið. Á síðasta sólarhring flugu 1012 flugvélar um svæðið. Sólarhringinn áður voru 984 flugvélar, þar áður 906 flugvélar og svo 758. Fyrra umferðarmet var sett 1.júlí 2008 þegar 576 flugvélar flugu inn á íslenska flugstjórnarsvæðið.

Íslenskir starfsmenn í Bank Havilland í leyfi

Meirihluti þeirra Íslendinga sem starfar hjá Bank Havilland í Lúxemborg áður Kaupþingbanka var sendur í leyfi skömmu eftir að Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri bankans var handtekinn og settur í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag.

Faðir Jóns Ásgeirs veit ekki hvar hann býr

„Ég hef það ekki hjá mér,“ svaraði Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þegar blaðamaður spurði hann hvort hann vissi hvar Jón væri niðurkominn.

Ofbeldismenn áfram í gæsluvarðhaldi

Dómari við Héraðsdóm Reykjaness tók sér sólarhringsfrest í gær til að taka afstöðu til kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um áframhaldandi gæsluvarðahald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á 64 ára gamlan mann, eiginkonu hans og dóttur við heimili þeirra í Reykjanesbæ þann 3. maí sl.

Jón Ásgeir játar sig sigraðan: „Þeir unnu“

„Þetta er það sem kallast vinstri krókur í hnefaleikum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við fréttastofuna Bloomberg. Hann segist einnig ekki ætla að taka til varna, það kosti hann yfir 300 milljónir króna.

Fæstir treysta Bjarna Benediktssyni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur minnsta traustsins af stjórnmálaforingjum á Íslandi samkvæmt könnun MMR. 67,0% sögðust bera lítið traust til hans nú samanborið við 54,4% í síðustu könnun. Þá segjast 13,8 % bera mikið traust til hans.

Slitastjórnin finnur ekki heimilisfangið hans Jóns Ásgeirs

„Það hefur reynst okkur erfitt að finna heimilisfang á hann [Jón Ásgeir Jóhannessonar.innsk.blm.],“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en hún er ekki viss hvort búið sé að birta Jóni Ásgeir Jóhannessyni stefnu bankans yfir honum og meintum samverkamönnum hans.

Krafðist þess að óeinkennisklæddar löggur yfirgæfu réttarsalinn

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi nokkurra einstaklinga af þeim níu sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi, krafðist þess að óeinkennisklæddir lögregluþjónar yfirgæfu réttarsalinn svo fleiri mótmælendur gætu fylgst með réttarhöldunum. Dómarinn hafnaði beiðninni.

Fékk aðsvif og ók inn í Mjólkursamlagið

Jeppabifreið rann stjórnlaus inn í nýbyggingu Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki nú í hádeginu þar sem kaffaðstaða starfsmanna er samkvæmt fréttavef Feykis. Talið er að ökumaður hafi fengið aðsvif.

Einn handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Einn karlmaður var handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að freista þess að komast inn í dómsal þar sem réttað var yfir níumenningunum. Héraðsdómur fylltist af mótmælendum sem vilja fylgjast með réttarhöldunum. Aftur á móti eru ekki næg sæti inn í stærsta sal héraðsdóms og við það eru mótmælendur ósáttir.

Mótmælendur fylltu Héraðsdóm Reykjavíkur

Fullt var út úr húsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar taka átti fyrir mál nímenningana sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi í mótmælendaaðgerðum stuttu fyrir jól 2008.

Sigurður Pétursson bæjarstjóraefni Í-listans

Sigurður Pétursson fyrsti maður á framboðslista Í-listans er bæjarstjóraefni listans. Sigurður hefur starfað sem oddviti Í-listans í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár.

Skáksambandið styður Karpov

Skáksamband Íslands hefur lýst yfir stuðningi við framboð Anatoly Karpov í embætti forseta Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Forsetaembættið hefur löngum þótt hápólitískt. Í 15 ár hefur Kirsan Ilymzhinov gegnt embættinu en nú hefur Karpov fyrrverandi heimsmeistari í skák boðið sig fram gegn honum.

Hafa ekki keypt notaða bíla vegna eldgossins

Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli.

Mikil ánægja með störf Hönnu Birnu

Meirihluti Reykvíkinga telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið sig vel í starfi borgarstjóra. Þetta kemur fram í könnun hjá Markaðs- og miðlarannsóknum.

Ingólfur í varðhald en Steingrímur í farbann

Steingrímur Kárason fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings og Ingólfur Helgason, fyrrverandi fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi, voru leiddir fyrir dómara við Héraðsdóms Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi, en þeir voru báðir handteknir við komuna til landsins i gærmorgun.

Heybanki stofnaður fyrir bændur

Öskufall í Skaftártungum suðaustur af Eyjafjallajökli var hið mesta í nótt frá upphafi gossins í Eyjafjallajökli. Heybanki verður stofnaður til að tryggja bændum á öskufallssvæðunum fóður fyrir skepnur þeirra í vetur.

„Kærðu mig líka, Ásta“

„Ég hef skrifað undir áskorunina sem nú er á leiðinni til yfirvalda vegna máls nímenninganna. Kærðu mig líka, Ásta!“ segir Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann gagnrýnir að ákæra hafi verið gefin út í máli mótmælenda sem ruddust inn í Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákæran eigi ekkert skylt við öryggi. Hún sé pólitísk og augljóslega ætlað að vara almenning við mótmælum í framtíðinni.

„Hver borgaði Framsókn?“

„Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Fleiri njóta félagslegar heimaþjónustu

Árið 2009 nutu 8060 heimili félagslegar heimaþjónustu hér á landi og hafði þeim fjölgað um 196 eða 2,5% frá árinu á undan og um 434 eða 5,7% frá árinu 2007. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Leituðu að tvítugum manni á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hóf seint í gærkvöldi leit að rúmlega tvítugum karlmanni, eftir að hann hafði gleypt í sig tólf svonefndar sprengitöflur við hjartatruflunum, í húsi þar sem hann hafði verið gestkomandi.

Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld

Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir.

Kemur ekki ótilneyddur

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að mæta sjálfviljugur til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Þetta sagði Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í London í gærkvöldi.

Öskufall hamlaði flugi í Eyjum

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum aðfaranótt þriðjudags þar sem öskufall hamlaði flugi. Í Landeyjahöfn beið sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi og flutti konuna á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík.

Sumarhús Björgólfs í Portúgal til sölu

Sveinn Sveinsson, skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, vinnur nú að því að selja hús auðkýfingsins fyrrverandi í strandbænum Cascais í Portúgal.

Sami meirihluti við völd í 20 ár

Kjörtímabilið hefur verið stormasamt í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Hart hefur verið tekist á um skipulagsmál. Meirihlutinn hefur verið sakaður um spillingu.

Sjá næstu 50 fréttir