Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir stórfellt amfetamínsmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Viðar Árnason, 28 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutningi á 6 kílóum af amfetamíni til landsins frá Hollandi í apríl 2009.

Efnin voru ætluð til söludreifingar. Hæstarétti þótti sannað að maðurinn hafi lagt á ráðin um innflutningin og verið í samráði við menn í Hollandi um tilhögun á sendingu fíkniefnanna hingað til lands.

Gunnar Viðar neitaði sök en afrit af símtölum sem lögreglan hafði undir höndum og upptök af samtölum Gunnars við annan mann í heimsóknarherbergi á Litla Hrauni þótti sýna fram á sekt hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×