Innlent

Fékk aðsvif og ók inn í Mjólkursamlagið

Bifreiðin hafnaði inn í kaffiaðstöðinni.
Bifreiðin hafnaði inn í kaffiaðstöðinni. Mynd Feykir.

Jeppabifreið rann stjórnlaus inn í nýbyggingu Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki nú í hádeginu þar sem kaffaðstaða starfsmanna er samkvæmt fréttavef Feykis. Talið er að ökumaður hafi fengið aðsvif.

Ökumaður var á leið frá N1 þegar bifreiðin verður stjórnlaus og stefndi yfir bílaplan Skagfirðingarbúðar með fyrrgreindum afleiðingum.

Starfsmenn voru að matast þegar ósköpin dundu yfir og lenti einn þeirra fyrir bílnum.

Það vildi honum til happs að bíllinn stöðvaðist á súlu sem ber bygginguna uppi og slasaðist maðurinn lítið. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samkvæmt heimildum Feykis er ökumaður kominn til meðvitundar lítt slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×