Innlent

Mikil ánægja með störf Hönnu Birnu

Mikil ánægja er með störf Hönnu Birnu sem borgarstjóra.
Mikil ánægja er með störf Hönnu Birnu sem borgarstjóra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Meirihluti Reykvíkinga telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið sig vel í starfi borgarstjóra. Þetta kemur fram í könnun hjá Markaðs- og miðlarannsóknum.

Spurt var: „Hversu vel eða illa telur þú að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi staðið í starfi borgarstjóra?" 80,4% aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sögðust 26,4% telja að Hanna Birna hafi staðið sig mjög vel, 44,1% frekar vel, 17,7% frekar illar og mjög illa sögðu 11,8%. Þeir sem tóku ekki afstöðu voru þeir sem svöruðu annað hvort „veit ekki" eða „vil ekki svara."

Könnun var gerð þann 4.-10. maí. 816 borgarbúar á aldrinum 18-67 ára voru spurðir en þeir voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×