Innlent

Krafðist þess að óeinkennisklæddar löggur yfirgæfu réttarsalinn

Fjöldi mótmælenda mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Fjöldi mótmælenda mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi nokkurra einstaklinga af þeim níu sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi, krafðist þess að óeinkennisklæddir lögregluþjónar yfirgæfu réttarsalinn svo fleiri mótmælendur gætu fylgst með réttarhöldunum. Dómarinn hafnaði beiðninni.

Þá var einn sakborninganna beðinn um að taka afstöðu til ákæruatriðanna en hann neitaði sök.

Fjöldi mótmælenda vildu sitja réttarhaldið sem hófst upp úr klukkan eitt í dag en færri komust að en vildu.

Einn mótmælandi var handtekinn þegar hann lenti í stympingum við lögregluþjóna. Á annan tug lögreglumanna gættu þess að mótmælendur kæmust ekki inn í réttarsalinn.


Tengdar fréttir

Einn handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur

Einn karlmaður var handtekinn í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að freista þess að komast inn í dómsal þar sem réttað var yfir níumenningunum. Héraðsdómur fylltist af mótmælendum sem vilja fylgjast með réttarhöldunum. Aftur á móti eru ekki næg sæti inn í stærsta sal héraðsdóms og við það eru mótmælendur ósáttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×