Innlent

Fimm milljónir stunda í netleik

Fimm milljónir vinnustunda fara forgörðum daglega vegna þess hve margir spila netútgáfu tölvuleiksins Pac-Man á leitarvef Google, að því er áætlað er í nýrri rannsókn Rescue Time.

Greint er frá því á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, að leikurinn hafi verið settur á forsíðu Google 21. maí síðastliðinn í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan Pac-Man tölvuleikurinn kom út.

Netleitarfyrirtækið hefur endurhannað leikinn þannig að nafn þess kemur fram í völundarhúsi Pac-Man leiksins.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×