Innlent

Bensínverðið þokast niður

Algengt sjálfs-afgreiðsluverð á bensínlítranum var rúmlega 201 króna á höfuðborgarsvæðinu í gær.Nordicphotos/AFP
Algengt sjálfs-afgreiðsluverð á bensínlítranum var rúmlega 201 króna á höfuðborgarsvæðinu í gær.Nordicphotos/AFP

Olíufélögin lækkuðu bensínverð um tvær krónur og verð á dísilolíu um þrjár krónur í gær, í kjölfar mikillar lækkunar á olíuverði á heimsmarkaði.

Í gærkvöldi mátti finna ódýrasta eldsneytið í Hafnarfirði. Hjá Orkunni og N1 kostaði bensínlítrinn 198,80 krónur og dísil-olía 195,80 krónur. Verð hjá ÓB í bænum var tíu aurum hærra.

Utan Hafnarfjarðar kostaði bensínlítrinn minnst 201,30 krónur og dísilolían 198,30 krónur hjá Orkunni. Verð hjá öðrum sjálfsafgreiðslustöðvum var að jafnaði tíu eða tuttugu aurum hærra.

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í gær undir 68 Bandaríkjadali. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×