Innlent

Ríkisstjórnin á endastöð

Signý Jóhannesdóttir.
Signý Jóhannesdóttir.

Verkalýðsforingi af Vesturlandi boðar verkföll gegn handónýtri ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin sé margklofin og geti ekki sinnt brýnustu málum vegna innbyrðis deilna. Ríkisstjórnin sé komin á endastöð - og það fyrir löngu. Forsætisráðuneytið vísar á bug staðhæfingum um aðgerðarleysi í atvinnumálum.

Þungt hljóð mun hafa verið í formönnum aðildarfélaga ASÍ á fundi á Hilton í dag þar sem meðal annars var rætt um kjaraviðræðurnar í haust.

Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands segir ríkisstjórnina nánast ekkert hafa gert til að standa við rúmlega ársgamlan stöðugleikasáttmálann. Að hennar mati eru menn í sömu stöðu að öðru leyti en því að ástandið hefur heldur versnað.

Að hennar mati hefði ríkisstjórnin átt að byrja á að leysa Icesave, síðan að lagfæra sögðu heimila og koma atvinnulífinu af stað.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir verkalýðsfélögin kalla eftir opinberum framkvæmdum og að atvinnuleysisbótaréttur verði lengdur í fjögur ár. Hann segist ekki ætla að spá fyrir um verkföll en ljóst sé að tekist verði á. Þegar ekki er staðið við sáttmála, verði flókið að ná saman í haust.

Signý segir ljóst að ríkisstjórnin sé komin á endastöð fyrir löngu.

Forsætisráðuneytið hafnar meintu aðgerðaleysi. Í yfirlýsingu þaðan eru talin upp helstu atvinnuskapandi verkefni stjórnvalda, meðal annars atvinnuátak með 856 störfum, fimmföldun á framlagi til Nýsköpunarsjóðs námsmanna, nýtt fangelsi, háskólasjúkrahús og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×