Innlent

Óvanalega mikið um sjúkraflug

Sjúkraflugvél Mýflugs. Mynd/myflug.is
Sjúkraflugvél Mýflugs. Mynd/myflug.is

Undanfarin sólarhring hafa borist óvenju margar sjúkraflugsbeiðnir, og hafa meira en 3000 kílómetrar verið lagðir að baki í sjúkraflugi.

Nánar tiltekið bárust sex útköll á innan við sólarhring, og var flogið um Akureyri, Ísafjörð, Bíldudal, Hornafjörð, tvisvar til Vestmannaeyja og sex sinnum til Reykjavíkur.

Vel gekk að sinna öllum tilfellum, og má sem dæmi nefna að í eitt skiptið var flugvélin lent í Vestmannaeyjum innan við tuttugu mínútum eftir að beiðni um sjúkraflug barst. Það er Mýflug sem sér um sjúkraflugið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×