Innlent

96 prósent kennslustunda í Reykjavík frábærar, góðar eða viðunandi

Grunnskólar fá góða einkun samkvæmt mati Reykjavíkurborgar.
Grunnskólar fá góða einkun samkvæmt mati Reykjavíkurborgar.

Á undanförnum þremur árum hefur verið unnið að því að meta með skipulögðum hætti skólastarf í grunnskólum borgarinnar.

Tuttugu skólar af þrjátíu og níu hafa fengið niðurstöður úr svokölluðu heildarmati sem unnið er eftir ákveðnu ferli og er liður í því að styðja við skólastarfið.

Viðmið sem notuð eru til að meta gæði náms og kennslu sýna að 96% kennslustunda í þeim 20 skólum sem heimsóttir hafa verið teljast frábærar, góðar eða viðunandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntasviði Reykjavíkurborgar.

Í skólaheimsókn er gerð vettvangsathugun í kennslustofu og rætt við nemendur, foreldra og starfsmenn skólans í rýnihópum.

Farið er yfir skólanámskrá og helstu áætlanir um skólastarf og rýnt er í heimasíða skólans. Niðurstöður matsins eru settar fram í skýrslu þar sem dregnir eru fram styrkleikar og veikleikar í skólastarfinu.

Með slíku heildarmati á skólastarfi er leitast við að gera góðan skóla í borginni enn betri með markvissri hvatningu og upplýsingamiðlun um gæði skólastarfsins. Matinu er fylgt eftir með umbótaáætlun sem skólinn gerir sjálfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×