Innlent

Fengu tilkynningu um eld í Vestmannaeyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykræsta þurfti íbúðina. Mynd/ Gísli Óskarsson.
Reykræsta þurfti íbúðina. Mynd/ Gísli Óskarsson.
Tilkynnt var um eld í íbúð að Brimhólabraut 33 í Vestmannaeyjum um hálfníuleytið í morgun.

Slökkviliðið sendi tvo bíla á staðinn og var mikill reykur í kjallaraíbúð þegar að var komið. Í ljós kom að glóð var í pizzukassa sem var ofan á eldavél. Leikur grunur á að lítill drengur hafði verið að fikta í eldavélinni og kveikt undir með fyrrgreindum afleiðingum.

Íbúðin fylltist af reyk en brann ekki. Engin slys urðu á fólki, hvorki litla drengnum né öðrum, samkvæmt upplýsingum frá Gísla Óskarssyni fréttaritara í Vestmannaeyjum. Íbúðin hefur verið reykræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×