Innlent

Slökkt í sinunni á Mýrum

Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum sinuelda í landi Jarðlangsstaða á Mýrum rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Eldurinn hafði logað frá því klukkan fjögur en talið er að hann hafi kviknað út frá útblástursröri fjórhjóls. Að sögn lögreglu á eftir að meta skemmdir á svæðinu en þónokkuð brann af kjarri auk sinunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×