Innlent

Álit ESA styrkir stöðu Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óttast ekki álit ESA.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óttast ekki álit ESA.

„Við höfum verið í miklum samskiptum við þingmenn í Bretlandi og þá helst þingmenn Frjálslyndra demókrata og þeir hafa sýnt okkur skilning," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en hann telur að bráðabirgðarálit ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, muni styrkja stöðu Íslands auk þess sem breyttir tímar í pólitísku landslagi Bretlands gæti orðið okkur í hag.

Álitið, sem barst fjölmiðlum í dag, var kynnt formönnum stjórnmálaflokkanna á Íslandi fyrir helgi. Á þeim fundi var samninganefnd ríkisins en að sögn Sigmundar þá taldi formaður nefndarinnar, Lee Bucheit, að það gæti styrkt okkar málstað í Icesave-deilunni ef réttaróvissa myndaðist í málinu.

Þá bendir Sigmundur á að kosningar eru nýafstaðnar í Bretlandi og þar komust Frjálslyndir demókratar til valda en þeir hafa sýnt málstað Íslendinga í Bretlandi skilning að sögn Sigmundar.

Aðspurður hvað muni gerast ef Íslendinga tapa málinu fyrir EFTA áður en ríkisstjórnin næði að semja um Icesave svarar Sigmundur: „Þá yrðum við ekki verr stödd en þegar við gerðum fyrsta Icesave-samninginn."


Tengdar fréttir

Álit ESA skiptir verulegu máli varðandi samningsstöðu Íslands

„Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna,“ segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi.

Íslandi ber að greiða Icesave

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af

Pétur Blöndal undrast álit ESA

Álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að Íslendingum beri að greiða Icesave er afskaplega undarlegt, segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki geta fallist á það. Honum sýnist sem ESA taki ekki inn í dæmið tvo veigamikil atriði

Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum

Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum.

Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu

Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×