Innlent

Dregst líklega að flugvöllurinn fari

Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir að reikna megi með því að flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni verði eitthvað seinkað miðað við gildandi aðalskipulag. Frambjóðandi Besta flokksins segir málið ekki mest aðkallandi á kjörtímabilinu.

Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til 2024 er gert ráð fyrir að starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði færð í áföngum á árunum 2016 til 2024. Samkvæmt Júlíusi Vífli Ingvarsyni, borgarfulltrúa Sjálftsæðisflokks og formanni skipulagsráðs, liggja fyrir drög að nýju aðalskipulagi sem kynnt verður eftir kosningar og ný borgarstjórn mun taka til umfjöllunar.

Júlíus Vífill segir ekki fjallað sérstaklega um dagsetningar við flutning flugvallarins í drögum að nýju aðalskipulagi, en útilokar þó ekki að breyting verði á þeim.

Júlíus bendir á að um ellefu hektara uppbyggingarsvæði í Vatnsmýrinni muni þó opnast með tilkomu nýrrar samgöngumiðstöðvar, þegar einni flugbrautinni verður lokað.

Páll Hjaltason, arkitekt og frambjóðandi Besta flokksins, segist telja að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni en segir það ekki mikilvægasta umhugsunarefnið á kjörtímabilinu nú í kreppu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×