Innlent

Hiti í Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra

Karen Kjartansdóttir skrifar
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra. Mynd/ GVA.
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra. Mynd/ GVA.
Mikill hiti er í mörgum Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra í gær. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Forseti bæjarstjórnar segir Þingeyinga vilja fá skýrari svör.

Opinn fundur um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum var haldin í gær með Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar. Þar var fjallað um að nýtingu orkunnar á svæðinu og framtíðarmöguleika.

Eftir að ríkisstjórn hafnaði því síðastliðið haust að endurnýja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka var verkefnisstjórn sett á laggirnar til að skoða aðra möguleika. Hún hefur nú flokkað kostina og sett tvö verkefni í A-flokk, sem áhugaverð og raunhæf, annarsvegar álver Alcoa og hins vegar álver á vegum Bosai, sem er kínverskt einkafyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki tilbúin út frá þessari niðurstöðu heldur vill leita betur.

Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, segir Þingeyinga vilja leysa málið í sátt við ríkisstjórnina. Hins vegar sé þörf á skýrari svörum um framtíðaráform á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×