Innlent

Grunaðir kókaínsmyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um stórfelldan innflutning á hreinu kókaíni hingað til lands skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. júní næstkomandi.

Mennirnir voru handteknir þann tíunda apríl eftir að lögreglan lagði hald á um 1600 grömm af mjög hreinu kókaíni. Efnin voru flutt í ferðatöskum frá Alicante á Spáni og fylgdist lögregla með mönnunum þegar þeir sóttu efnið til þess sem hafði flutt það inn og fóru með það heim til annars þeirra.

Þar fylgdist lögregla með því þegar mennirnir áttu við og opnuðu töskurnar sem efnin voru geymd í. Annar mannanna hefur játað aðild sína að málinu í yfirheyrslum og viðurkennt að hafa fengið burðardýr til þess að flytja efnin til Íslands. Hinn maðurinn hefur hins vegar neitað sök.




Tengdar fréttir

Europol aðstoðar við rannsókn kókaínmálsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann átta milljónir króna í tveimur aðskildum bankahólfum í tengslum við rannsókn sína á kókaínmáli, þar sem reynt var að smygla þremur kílóum af mjög hreinu kókaíni í ferðatöskum til landsins frá Spáni í síðasta mánuði.

Átta í haldi grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl

Átta menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til vikuloka að minnsta kosti grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Heimildir fréttastofu herma að um hvítt efni í kílóavís sé að ræða. Upp komst um smyglið á Keflavíkurflugvelli en reynt var að smygla efnunum í ferðatösku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×