Innlent

Ríkisstjórn líklega kölluð á fund í dag

Búist er við að ríkisstjórnin verði kölluð saman til aukafundar síðar í dag eða í kvöld þar sem lagðar verði meginlínur um ríkisfjármál og fækkun ráðuneyta.

Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hafði verið áformað að ríkisstjórnin kæmi saman til langs vinnufundar í fyrrakvöld en nú er stefnt að því að fundurinn verði í dag. Sömu heimildir segja að meginefni fundarins verði að leggja grunninn að fjárlögum næsta árs og einnig ríkisfjármálum næstu ára allt til ársins 2013.

Til að það sé unnt þarf að liggja fyrir hvort stjórnarflokkarnir muni standa við áform stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um fækkun ráðuneyta úr tólf niður í níu. Auk þessa er búist við að rætt verði um nokkur önnur mál sem ríkisstjórnin vill leggja fyrir Alþingi fyrir þinghlé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×