Innlent

Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun

Vélar Iceland Express til London, Kaupmannahafnar og Berlínar fara frá Akureyrarflugvelli á morgun sökum öskufalls frá Eyjafjallajökli. Vélarnar til London og Kaupmannahafnar fara um og eftir hádegi, en sú til Berlínar annað kvöld. Sætaferðir verða frá BSÍ norður í land.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru þó beðnir enn sem fyrr að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×