Innlent

Landstjórinn tók rútuna norður

ranek, sem af gárungum hefur stundum verið kallaður Landstjóri Íslands gerði sér að góðu sama ferðamáta og „þegnar“ hans.
ranek, sem af gárungum hefur stundum verið kallaður Landstjóri Íslands gerði sér að góðu sama ferðamáta og „þegnar“ hans. MYND/Arnþór Birgisson

Það vakti athygli farþega sem þurftu að taka rútuna norður til Akureyrar í nótt að Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var á meðal farþega. Franek, sem af gárungum hefur stundum verið kallaður Landstjóri Íslands, hefur því gert sér að góðu sama ferðamáta og „þegnar“ hans.

Gríðarleg örtröð var í Staðarskála á milli klukkan tólf og eitt í nótt. Þá mættust rútur með flugfarþega á norðurleið og með fólk á heimleiðinni. Langar raðir voru á kvennasalerni. Afgreiðslufólk hafði verið ræst út og hafði í nógu að snúast.






Tengdar fréttir

Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land

Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×