Fleiri fréttir

Lífeyrissjóður eignast golfvöll

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna.

Fríða Á. Sigurðardóttir látin

Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940.

Skemmtiferðaskipum fjölgar

„Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins.

Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká

Elite vill halda lokakeppni hér í haust

Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina.

Bestu samningarnir fást hér

Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi.

Rannsaka þarfar breytingar

Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vettvangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns.

Rafmagn að komast á víða

Landsnet er að ná utan um bilunina þegar rafmagnlaust varð víðsvegar um landið á níunda tímanum í kvöld og er rafmagn að komast á víða um land, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sem hafa verið í sambandi við Landsnet og símafyrirtækin.

Bíll valt eftir árekstur á Háaleitisbraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar á níunda tímanum í kvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni leit út fyrir að um alvarlegt slys væri að ræða en svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist. Minniháttar meiðsl urðu á fólki sem komst úr bílnum án aðstoðar. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar,samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviviliði höfuðborgarsvæðisins.

Halldór telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á sínum störfum í sem ráðherra á árunum fyrir bankahrun. Alltaf séu gerð mistök en hann segist hafa starfað á grundvelli samvisku sinnar. Rætt var við Halldór í Kastljósi í kvöld.

Rafmagnslaust víðsvegar um landið

Rafmagnslaust og truflanir eru víðsvegar um landið. Ástæða þess er alvarleg bilun sem varð í byggðarlínu við Brennimel í Hvalferði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði.

Keflavíkurflugvöllur lokast á morgun

Loftrými umhverfis Keflavíkurflugvöll fyrir blindflugsumferð lokast eftir hádegi á morgun. Spár gera ráð fyrir að öskuský vegna eldgossins í Eyjafjallajökli verð komið að vesturströnd Íslands um hádegi á morgun. Iceland Express hefur ákveðið að flýta flugi sem átti að fara síðdegis á morgun til Alicante. Fyrr í dag aflýsti Icelandair tveimur flugferðum sem fara átti á morgun.

Sigurður svarar ekki kalli sérstaks saksóknara

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfirheyrslu. Engar upplýsingar fást um hvenær Sigurður er væntanlegur til landsins.

Haldið upp 35 ára afmæli Ölduselsskóla

Á morgun laugardag verður mikil hátíð í Ölduselsskóla en þá verður haldið upp á 35 ára afmæli skólans. Þar verða meðal annars ýmis verkefni til sýnis, hraðlestrarpróf fyrir alla sem þora, hoppukastali, grillaður pylsur og þá mun Ingó veðurguð leika nokkur lög.

Skortur á aðhaldi varð stjórnsýslunni að falli

Skortur á aðhaldi og faglegum vinnubrögðum varð stjórnsýslunni að falli í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat starfshóps forsætisráðherra um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hópurinn leggur til að ráðuneytum verði fækkað og verulegar hömlur settar á pólitískar ráðningar.

Vilja leiga rými fyrir þinghaldið

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ritað Héraðsdómi Reykjavíkur opið bréf og óskað eftir því mál níu mótmælenda sem sóttir eru til saka fyrir að fara inn í Alþinghúsið í Búsáhaldabyltingunni í byrjun síðasta árs verði tekið fyrir í stærra rými. Þeir bjóðast til að leigja stærra rými fyrir réttarhöldin.

Íslenska gámafélagið og Spölur fyrirtæki ársins

Íslenska gámafélagið og Spölur voru valin Fyrirtæki ársins í könnun VR en niðurstöðurnar voru kynntar í dag. Íslenska gámafélagið vann í hópi stærri fyrirtækja en Spölur í hópi minni fyrirtækja þar sem starfa 49 eða færri starfsmenn. Johan Rönning bætti sig mest á milli ára í hópi stærri fyrirtækja og fær því sæmdarheitið hástökkvari ársins. Í hópi minni fyrirtækja er það Hagvangur sem er hástökkvarinn þetta árið, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá VR.

Magnús leystur frá störfum

Stjórn Banque Havilland í Lúxemborg hefur leyst Magnús Guðmundsson frá störfum sem forstjóri bankans eftir að hann var handtekinn í gær. Fyrr í dag var Magnús úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings.

Rauði Krossinn opnar fjöldahjálparstöðvar

Þar sem öskufall hefur verið mikið í Vík og nágrenni og svifryksmælingar í Vík hafa farið langt yfir heilsuverndarmörk hefur Rauði krossinn opnað tímabundið fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Þeir sem ætla að fara af öskufallssvæðum eru beðnir um að skrá sig í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.

Nefndum og ráðum fækkað á milli ára

Nefndum og ráðum á vegum ríkisins fækkaði milli áranna 2008 og 2009, kostnaður minnkaði og kynjahlutfall jafnaðist. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar þingmanns, sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá Olís og Hátækni

Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá starfstöð Hátækni hf. í dag og móðurfélagi þess, Olís. Samkvæmt forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, þá leiddi rannsókn á gögnum sem voru haldlögð í húsleit eftirlitsins hjá Símanum og móðurfélagi þess, Skiptum, til húsleitar hjá Hátækni.

Afbrotafræðingur telur að handtökurnar auki traust

„Það sem er merkilegast er kannski það að þetta sýnir að réttarvörslukerfið hefur verið að vinna sína vinnu,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur um handtökur þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, sem báðir gegndu forstjórastöðum hjá Kaupþingi fyrir bankahrun.

Fimm nýir héraðsdómarar skipaðir

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur í dag skipað í embætti fimm héraðsdómara vegna fjölgunar dómara í samræmi við lög í eitt embætti vegna lausnar dómara frá embætti.

Gæsluvarðhald er helvíti á jörðu

„Það sem hefur reynst mönnum erfiðast í gæsluvarðhaldi er einangrunin," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, spurður hvernig hann hefur upplifað gæsluvarðhald skjólstæðinga sinna.

Töluverðar líkur á að Keflavíkurflugvelli verði lokað

Töluverðar líkur eru á því að Keflavíkurflugvelli verði lokað eftir hádegi á morgun, segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair breytir flugáætlun síðdegis á morgun vegna óvissu um loftrými yfir Keflavíkurflugvelli.

Hreiðar og Magnús báðir komnir á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, sem báðir hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald vegna meintra efnahagsbrota sem tengjast Kaupþingi, eru báðir komnir á Litla Hrauni þar sem þeir verða næstu dagana í einangrun.

Hreiðar Már kominn á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, verða vistaðir á Litla Hrauni á meðan að þeir eru í gæsluvarðhaldi.

Í gæsluvarðhald vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafa báðir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Magnús var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald en Hreiðar már í tólf daga gæsluvarðhald.

Lektor: Markaðsmisnotkun á meðal alvarlegustu brota

Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir að það komi ekki á óvart að Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafi verið handteknir á grundvelli markaðsmisnotkunar.

Hreiðar Már kominn niður í Héraðsdóm Reykjavíkur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið færður fyrir dómara vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Dómarinn tók sólarhringsfrest til þess að ákveða hvort fallist yrði á kröfu sérstaks saksóknara um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má.

Magnús færður fyrir héraðsdómara

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Luxemburg, var færður niður í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir fáeinum mínútum síðan.

Hæstaréttarlögmaður: Gæsluvarðhald tveimur árum of seint

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segir í pistli á Pressunni.is að það séu ekki skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi yfir Hreiðar Má Sigurðssyni í lögum að hans mati. Eins og kunnug er þá tók héraðsdómi sólarhringsfrest til þess að kveða upp um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari. Úrskurðurinn ætti að liggja fyrir í hádeginu í dag.

Varast að aka í Vík

Þar sem mikil aska liggur yfir í Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum eru tilmæli frá lögreglunni á Holsvelli til vegfarenda að sýna varúð í akstri á svæðinu.

Sömu brot liggja til grundvallar handtökunum

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það enn ekki vera ákveðið hvort farið verði framá gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemburg.

Hreiðar kominn til yfirheyrslu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Kynna 800 ný störf

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar kynna í dag 800 ný störf, sem spanna allt frá þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu til rannsókna á áhrifum eldfjallaösku á flugvélahreyfla.

Brotist inn í apótek í Keflavík

Brotist var inn í apótek við Suðurgötu í Keflavík í morgun og var þjófurinn á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Hann fannst hinsvegar skömmu síðar, drukkinn og dópaður, á bekk í skrúðgarðinum og naut þar morgunblíðunnar. Engin lyf fundust á honum og ekki er ljóst hvort hann hefur stolið einhverju og falið það, áður en lögregla skarst í leikinn, -

Sjá næstu 50 fréttir