Innlent

Icelandair breytir flugi á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Icelandair hefur aflýst síðdegisflugi til Kaupmannahafnar.
Icelandair hefur aflýst síðdegisflugi til Kaupmannahafnar.
Icelandair hefur tilkynnt um breytingu á flugi félagsins á morgun. Áætluðu flugi síðdegis til Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. Sérstöku aukaflugi til Stokkhólms hefur verið seinkað frá kl 08.00 til kl. 11.00. Áætlunarflug til Stokkhólms í fyrramálið er hinsvegar óbreytt.

Í tilkynningu frá Icelandair er vakin athygli á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×