Innlent

Ísland í fimmta sæti

Mynd/Daníel Rúnarsson

Hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á Möltu samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðið ár. Banaslysin voru 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa á Möltu, en 5,4 á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi.

Ísland er í fimmta sæti á lista yfir þau Evrópulönd þar sem hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Alls létust sautján manns í umferðarslysum á nýliðnu ári, í fimmtán slysum, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Tólf hinna látnu voru ökumenn eða farþegar í bílum, tveir voru fótgangandi, tveir á bifhjóli og einn féll af fjórhjóli.

Aðeins voru hlutfallslega færri banaslys í umferðinni á Möltu, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi á síðasta ári, en þau voru hlutfallslega jafn mörg á Írlandi og á Íslandi.

Banaslys virðast algengust í löndum Austur-Evrópu. Alls létust um það bil fjórtán á hverja 100 þúsund íbúa í Litháen, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Lettlandi og á Grikklandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá FÍB. Meðaltalið innan landa Evrópusambandsins voru 7,8 á hverja 100 þúsund íbúa. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×