Innlent

Handtóku vitorðsmann þjófs á Selfossi

Lögreglan á Selfossi handtók í gærkvöldi mann, sem talinn er hafa verið í vitorði við mann, sem handtekinn var í fyrrinótt eftir innbrot í tölvuverslun i bænum. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum í gær, en hinn handtekinn nokkru síðar. Í fórum hans fundust hlutir, sem talið er að séu úr innbrotum, en Selfosslögreglan rannsakar nú fimm innbrot í sumarbústaði í Grímsnesi um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×