Innlent

Ógilding lögleg en pólitískt ólíkleg

Eiríkur Tómasson
Eiríkur Tómasson

Það mundi standast stjórnarskrána að Alþingi felldi Icesave-lögin úr gildi í stað þess að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þó pólitískt ólíklegt að núverandi ríkisstjórnarflokkar afgreiði málið með þeim hætti.

Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í sama streng tekur Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við HÍ.

„Hins vegar er spurning hvort það sé pólitískt mögulegt fyrir núverandi stjórnarflokka að afturkalla lögin," segir Gunnar Helgi. Hann vísar til þess að sumir leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hafi gagnrýnt það harðlega árið 2004 að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felldi fjölmiðlalög úr gildi eftir synjun forseta án þess að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Margir stjórnarandstæðingar þess tíma hafi þá talið það brjóta gegn stjórnarskránni að vísa málinu ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir synjun forsetans.

Eiríkur segir að það myndi hins vegar ekki standast stjórnarskrána að leggja fyrir Alþingi frumvarp með minni háttar breytingum á Icesave-lögunum á Alþingi.

Gunnar Helgi segist sammála Eiríki um það.- pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×