Innlent

Kosið um Icesave 20. febrúar

Frá kosningu utan kjörfundar í Laugardalshöll vegna þingkosninganna í apríl sl.
Frá kosningu utan kjörfundar í Laugardalshöll vegna þingkosninganna í apríl sl. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og forseti Íslands neitaði í dag að staðfesta fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þetta er fullyrt á fréttavefnum Svipan.is sem nátengdur Hreyfingunni.

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu verður væntanlega lagt fram á Alþingi á föstudag og sagðist Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fyrr í kvöld vonast til þess að það verði samþykkt sem lög sama dag.

„Fyrir þinginu liggja tvö frumvörp sem mælt hefur verið fyrir, búið er að senda í umsagnir og eru í vinnslu í allsherjarnefnd. Ekki stendur þó til að nota þau heldur nýtt frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram og verður einnota," segir í frétt Svipunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×