Innlent

Áfellisdómur

Mynd/GVA

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, lítur á ákvörðun forseta sem áfellisdóm yfir störfum sínum.

„Mér finnst sorglegt að það þurfi að láta þjóðina velja um að borga með einni greiðsluaðferð eða annarri. Það á hvort eð er að borga á sömu vöxtum og greiða allt upp að fullu. Ég mat það þannig að þessi nýi samningur væri keimlíkur hinum fyrri en það er mér svo sem að meinalausu að lög nr. 96 gildi ef þau geta haldið. En það má ekki gleyma því að það voru fleiri við þetta borð en íslenska ríkið."

Guðbjartur segist almennt hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en telur þetta tiltekna mál ekki henta til slíkrar meðferðar.- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×