Innlent

Íslenskar gæsir fresta för sinni til Bretlands

Fjórir veiðimenn skutu 27 grágæsir í Landeyjum á Suðurlandi í gær, sem telst til tíðinda á þessum árstíma. Þær eru yfirleitt farnar til Bretlands eigi síðar en í desember, en heimilt er að skjóta þær til 15. mars.

Að sögn veiðimannanna voru þarna gæsir í þúsunda tali og voru þær sem þeir skutu, í góðum holdum. Höfðu veiðimennirnir að orði að líklega óttuðust gæsirnar að verða settar í farbann í Bretlandi, þar sem þær eru fæddar á Íslandi og því með íslenskt ríkisfang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×