Innlent

Íbúðir fylltust af reyk

Töluverðar reykskemmdir urðu innanstokks í íbúðarhúsi á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, eftir að húsið fylltist af reyk, en engin var heima þegar það gerðist. Reykinn lagði frá arni, eða kamínu, þar sem eldur logaði, en þar sem trekkspjaldið í reykháfnum var lokað, leitaði reykurinn inn í húsið en ekki upp reykháfinn. Slökkviliðið reykræsti húsið.

Tveir voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi vegna gruns um reykeitrun, eftir að íbúð í Breiðholti fylltist af reyk. Hann stafaði frá potti, sem gleymdist á eldavél, en engin eldur kviknaði. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og er ekki vitað hvort einhverjar reykskemmdir urðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×