Innlent

Aðildarviðræður við Ísland og Makedóníu hefjast á næsta ári

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við þýska þingmenn í dag að samningaviðræður við Ísland og Makedóníu um inngöngu í Evrópusambandið hæfust á næsta ári. Þetta kom fram á makedónsku fréttasíðunni, MINA.

Kanslarinn kynnti þessi tíðindi fyrir þýskum þingmönnum auk stöðu mála á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í dag. Hún sagði við þingmennina að Evrópuþingið hafi tilkynnt að samningaviðræðurnar við Ísland og Makedóníu væri á dagskránni árið 2010. Hún segir stækkunina varða öll aðildarríki ESB og íbúa þeirra.

Hún hvetur þýska þingið til þess að rökræða af festu lagafrumvörp frá Brussel. Hún segir það ekki hafa verið raunin varðandi Lissabon sáttmálann. Þá hvetur hún þingmenn einnig til þess að skoða hugsanlega stækkun Evrópusambandsins af gagnrýnum hug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×