Innlent

Mansalsmálið klárað fyrir árslok

Lögreglan á suðurnesjum fór með rannsókn málsins.
Lögreglan á suðurnesjum fór með rannsókn málsins.
Embætti ríkissaksóknara stefnir að því að klára hið svokallaða mansalsmál fyrir 30.desember, en þá rennur út gæsluvarðhald yfir fimm Litháum sem handteknir voru í tengslum við málið. Rannsókn hefur verið hætt á þætti allra íslendinganna sem handteknir voru í málinu, að einum undanskildum.

Málið kom fyrst upp þegar stúlka frá Litháen trylltist um borð í flugvél á leið hingað til lands og sagðist fórnarlamb mansals. Viðamikil rannsókn fór strax í gang sem endaði með því að fimm Litháar voru handteknir og einhverjir íslendingar sátu um tíma í varðhaldi.

Í lok nóvember lauk síðan rannsókn lögreglunnar á suðurnesjum á málinu og það var sent til ríkissaksóknara, sem metur nú hverjir eða hvort einhver verði ákærður í málinu.

Samkvæmt upplýsingum frá embættinu er málið nokkuð flókið úrlausnar enda fyrsta mál sinnar tegundar sem upp kemur hér á landi. Það er að segja að fórnarlamb mansals sé tekið við landamæri landsins.

Einnig eru þeir sem taldir eru stærstu gerendurnir í málinu allir erlendir ríkisborgarar sem gerir það að verkum að afla verður hluta gagna erlendis frá. Stefnt er hinsvegar að því að klára málið fyrir 30.desember eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×