Innlent

Dæmdur fyrir að stefna stúlku í hættu í kynmökum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir manni sem Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði sakfellt fyrir að stefna stúlku í augljósan háska þegar hann í kynmökum við hana setti gúmmíbolta, sem hún taldi vera kynlífsleikfang upp í leggöng hennar og skildi þar eftir án vitneskju hennar.

Afleiðingar háttseminnar urðu þær að þremur vikum síðar þegar í ljós kom að boltinn var enn í leggöngum A var hún komin með bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng og þurfti að fjarlægja boltann með aðgerð. Var talið að manninum hefði ekki átt að geta dulist að stúlkan væri í augljósum háska ef hann skildi boltann eftir í leggöngum hennar án þess að hún vissi að hann hefði gert svo.

Maðurinn hafði áfrýjað héraðsdómnum og krafist ómerkingar hans, en þeirri kröfu var hafnað, enda þóttu engir þeir annmarkar á rannsókn málsins sem leitt gætu til þess að dómurinn yrði ómerktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×