Innlent

Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun

Mynd/GVa
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þrítugum karlmanni, Eugenio Daudo Silva Chipa, sem var í júlí dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun í maí.

Nauðgunin átti sér stað í húsasundi í Hafnarfirði. Þar hélt Eugenio konunni fanginni og nauðgaði henni. Hann reif einnig í hár stúlkunnar og lamdi höfði hennar í steinvegg.

Eugenio áfrýjaði úrskurðinum og var gert að sitja í gæsluvarðahaldi á meðan. Athygli vakti í byrjun nóvember þegar Hæstiréttur úrskurðaði að Eugenio þyrfti ekki sitja áfram í varðhaldi þangað til dómur féli í málinu í Hæstarétti. Ástæðan var dráttur á upplýsingum frá héraðsdómi sem óskað var eftir í sumar.

Frá refsingu Eugenio er dreginn gæsluvarðhaldsvist hans frá 23. maí til 4. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×