Innlent

Danir greiði fyrir hreinsun

Grænlenska heimastjórnin vill að Danir hreinsi til í kringum Thule-herstöðina á Grænlandi.

Stjórnin hefur krafið danska umhverfisráðherrann, Toels Lund Poulsen, um þetta. Grænlandspósturinn telur það geta kostað milli 20 og 120 milljónir danskra króna eða um þrjá milljarða íslenskra króna, að hreinsa Dundas-svæðið í Thule, eftir því hvernig það er gert. Þegar Bandaríkjamenn skildu við svæðið tryggðu þeir að þeir yrðu ekki rukkaðir fyrir umhverfisspjöll. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×