Fleiri fréttir

Víðtækustu skattabreytingar í 20 ár

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að trúlega hafi skattar á heimili og fyrirtæki aldrei verið hækkaðir jafn mikið í einni lotu líkt og kveðið er á um í skattafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Breytingarnar séu þær mestu í 20 ár.

Hannes kemur Ögmundi til varnar

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Kastljóssmenn hafi sýnt ódrengskap þegar þeir skýrðu síðastliðið föstudagskvöld frá því af hverju Ögmundur Jónasson baðst undan viðtali daginn áður. Áður hafa Björn Bjarnason og Tryggvi Þór Herbertsson, flokksbræður Hannesar, tekið upp hanskann fyrir Ögmund og gagnrýnt fréttaflutning Kastljóss.

Bíll með hestakerru valt

Bíll með hestakerru valt á þjóðveginum milli Bláfjallaafleggjara og Litlu kaffistofunnar skömmu fyrir klukkan tólf í dag. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins virðist slysið ekki hafa verið alvarlegt. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Ekki mikið tjón í Eyjum

Stormur er nú á Austfjörðum og við suðausturströndina og hafa bæði Veðurstofan og Vegagerðin sent út viðvörun. Þök hafa fokið af húsum, bæði á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði. Þá hefur verð bálhvasst í Vestmannaeyjum í morgun, skip losnað frá bryggju, og hraðbátur, fiskikör og annað fokið.

Björgunarmenn sóttu kindur

Björgunarsveitarmenn í Húnavatnssýslu sóttu fyrir helgi kindur upp á hálendið norðvestur af Langjökli en neyddust til að skilja eitt lamb eftir, sem komst undan.

Líðan óbreytt

Manninum sem lenti í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í fyrradag er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Líðan mannsins er óbreytt, að sögn vakthafandi læknis. Tveir létu lífið þegar tvær bifreiðar lentu saman.

Bréf Ingibjargar upplýsandi og gagnlegt

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að minnisblað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til utanríkimálanefndar Alþingis sé bæði upplýsandi og gagnlegt. Það hrófli ekki við málflutningi ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur haldið fram.

Fiskiskip losnaði frá bryggju í Eyjum

Bálhvasst er einnig í Vestmannaeyjum og hefur lögreglan þar haft í nógu að snúast í morgun enda vindhviður mælst yfir 40 metrar á sekúndu. Stórt fiskiskip, Kap VE, losnaði frá bryggju að aftan þegar landfestar slitnuðu, hraðbátur fauk af kerru og stóð þversum á götu, vinnupallar hafa fokið, fiskikör eru á ferðinni og þá brotnaði rúða þegar svalahurð fauk upp í íbúðarhúsi.

Þök hafa fokið af húsum á Austfjörðum

Stormur er nú á Austfjörðum og við suðausturströndina og hafa bæði Veðurstofan og Vegagerðin sent út viðvörun. Þök hafa fokið af húsum, bæði á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði.

Sex stútar teknir í borginni

Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Töluverður fjöldi fólks var í miðbæ Reykjavíkur yfir nóttina og var lögreglan kölluð til vegna minniháttar pústra og hávaða í heimahúsum. Ekkert alvarlegt tilvik kom þó inn á borð lögreglu.

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir árekstur

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur skammt frá Akureyri á áttunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla segir að betur hafi farið en á horfðist og reyndist fólkið ekki alvarlega slasað.

Fjarðarheiði ófær

Víða um suðaustur- og austurströndina er ekkert ferðaveður og eru vegfarendur beðnir um að leita sér upplýsingar um færð og veður áður en lagt er á stað. Sérstaklega er varað við óveðri á Fjarðarheiði sem er ófær, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Einn með allar réttar

Einn var með allar tölurnar réttar í Lottóinu í kvöld og fær rúmlega fimm milljónir í vinning. Tveir skiptu bónusvinningnum á mili sín og fær hvor rúmar 105 þúsund krónur í sinn hlut.

Þjónusta dregst saman í sveitunum með fólksfækkun

Fólksfækkun í dreifbýlinu stuðlar að samdrætti í verslun og þjónustu, sem svo aftur gerir þeim sem eftir sitja enn erfiðara að búa áfram. Þetta segja ung hjón sem létu drauminn rætast um að gerast bændur.

Tilfærslan kemur niður á þjónustunni

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir rangfærslur í yfirlýsingu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem sendi í dag. Hann segir engan vafa um að áform stjórnvalda um að flytja þjónustu á hjúkrunarheimilum frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis til komi niður á heilbrigðisþjónustu.

Nokkur hundruð á Austurvelli

Nokkur hundruð manns komu saman til kröfufundar á Austurvelli í dag. Það voru Hagsmunasamtök heimilanna og samtökin Nýtt Ísland sem blésu til fundarins.

Ekkert bitastætt

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að annarri umræðu fjárlaga á Alþingi hafi ekki verið neitt bitastætt fyrir spítalann. Þrátt fyrir það bindi hann enn vonir við að tekið verði tillit til þess mikla gengiskostnaðar sem spítalinn hafi orðið fyrir umfram forsendur fjárlaga þannig að hann verði ekki látinn bera allan þann halla á þessu ári.

Pilturinn fundinn

Pilturinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundinn. Hannfór að heiman síðastliðinn mánudag og hafði ekki sést til hans síðan þá.

Nóg að gera í verslunum

Nú þegar fimm dagar eru til jóla er mikið að gera hjá verslunarfólki. Fjöldi fólks er á ferð í kuldanum um Laugaveginn og líkt og í fyrra eru útlendingar áberandi. Þá eru margir sem kjósa að versla jólagjafirnar í verslunarmiðstöðunum Smáralind og Kringlunni.

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hættir

Sigfús Ingi Sigfússon, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins undanfarin þrjú ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Sigfús, sem er borinn og barnfæddur Skagfirðingur, mun í upphafi næsta árs halda á heimaslóðir og taka við starfi verkefnastjóra í atvinnumálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, að fram kemur á vef flokksins.

Valdþreyttur Sjálfstæðisflokkur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að valdþreytu hafi verið farið að gæta í flokknum fyrir bankahrunið. „Mér fannst vera komin viss valdaþreyta í Sjálfstæðisflokkinn. Það er tilfinning sem var farin að grafa um sig þó nokkuð löngu fyrir hrun,“ segir Bjarni í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Egill Helgason mæti á fund allsherjarnefndar

Þingflokkur Hreyfingarinnar vilja að ákveðnir einstaklingar verði kallaðir á fund allsherjarnefndar til að ræða frumvarp um þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Í þeim hópi eru meðal annars sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason, Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði og Róbert Spanó settur umboðsmaður Alþingis.

Marta stefnir á 3. sætið

Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Marta vill bregðast við vaxandi atvinnuleysi með því að Reykjavíkurborg skapi góð skilyrði fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu í borginni, að fram kemur í tilkynningu.

Lagt til að 15 fái ríkisborgararétt

Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 15 einstaklingar frá 13 löndum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur á yfirstandi þingi. Elsti einstaklingurinn er fæddur 1951 og sá yngsti 1993.

Of miklar væntingar gerðar til ráðstefnunnar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að of miklar væntingar hafi verið gerðar í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar Kaupmannahöfn. Hún segir niðurstöðuna vonbrigði en um leið ákveðið leiðarljós.

Ekkert barn yngra en 6 ára í Öræfum

Það er ákveðin viðvörunarmerki fyrir Öræfasveit að þar skuli ekki vera neitt barn yngra en sex ára, segir skólastjóri grunnskóla sveitarinnar.

Hælisleitandi fékk hlýjar móttökur

Nour Al Azzawi, 19 ára íraski hælisleitandinn sem sendur var til Grikklands í haust kom til landsins í gærkvöld. Hann fékk hlýjar móttökur frá vinum sínum á Leifsstöð og var feginn að vera kominn til Íslands.

Veðurstofan varar sjómenn við hafís

Veðurstofan varar skipstjórnarmenn við hafís út af Vestfjörðum en í tilkynningu hennar kemur fram að þykk ísspöng sé nú um 50 sjómílur norðvestur af Barða og reki hana í suðurátt.

Birkir Jón: Óboðleg vinnubrögð

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatt var afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óboðleg. Aftur á móti sagði formaður efnahags- og skattanefndar að um mikilvægt framfaramál væri að ræða.

Hrósaði ríkisstjórninni

„Frú forseti. Ég vil bara hrósa hæstvirtri ríkisstjórn fyrir að reisa álver," sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi í dag um heimild til samninga um álver í Helguvík. Frumvarpið var samþykkt sem lög með 39 atkvæðum gegn einu. Sjö þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Kröfufundur á Austuvelli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýja Ísland blása til kröfufundar á Austurvelli í dag. Þar verður tregðu stjórnvalda og aðgerðarleysi varðandi lánakjör heimilanna mótmælt.

Ráðuneyti undrast fréttaflutning

Félags- og tryggingamálaráðuneytið lýsir undrun á fjölmiðlaumfjöllun um andstöðu við áform stjórnvalda um að flytja þjónustu á hjúkrunarheimilum frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Umrædd breyting hafi átt sér stað fyrir tveimur árum með lagabreytingu sem gerð hafi verið eftir víðtækt samráð við hagsmunaaðila.

Skjálftar suðvestur af Reykjanesi

Jarðskjálftahrina hófst við Geirfugladrang suðvestur af Reykjanesi um áttaleytið í morgun. Sex skjálftar yfir tvö stig mældust þar á níunda tímanum í morgun, þar af þrír skjálftar yfir þrjú stig, sá öflugasti 3,2 stig. Veðurstofan segir ekki ástæðu til að kippa sér upp við þetta.

Þingfundur í dag

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatt verður væntanlega afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Frumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir því að sérstakt kolefnisgjald verði lagt á bensín og olíu og skattur lagður á sölu á rafmagni og heitu vatni. Skatturinn á að skila ríkissjóði um 5 milljörðum á ári. Alls eru átta önnur mál á dagskrá Alþingis í dag en þingfundi lauk klukkan rúmlega níu í gærkvöldi.

Teflt í Ráðhúsinu

Ríflega 320 skákmenn eru skráðir til leiks á Jólapakkamóti Hellis sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mótið hefst klukkan eitt og er aðgangur ókeypis.

Haldið sofandi

Manninum sem lenti í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í gær er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er með alvarlega höfuðáverka. Tveir létust þegar bílar skullu saman í slysinu.

Hálka og éljagangur

Vetrarfæri er nú á þjóðvegum norðaustanlands og á Austurlandi og hálka og éljagangur á flestum leiðum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þá er auk þess snjókoma á Öxnadalsheiði og skafrenningur í Ljósavatnsskarði, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Ók á ljósastaur og skildi bílinn eftir

Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina.

Fyrri rannsókn FME bundin við haustið

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum innherjasvikum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, einskorðaðist í upphafi við atburði í september í fyrra. Við endurupptöku málsins síðasta sumar, í kjölfar ábendinga, beindist rannsóknin að atburðum sem gerst höfðu fyrir september.

Ekkert verið talað við okkur

„Ég sem kennari vil koma því skýrt á framfæri að forysta Kennarasambandsins hefur ekkert rætt það við hinn almenna félagsmann hvernig hann vill bregðast við fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Afstaða forystunnar er alfarið á hennar ábyrgð og ég veit ekki til að hún sé bökkuð upp af félagsmönnum,“ segir Sigtryggur Arason, kennari á Akranesi.

Von lifir í vonbrigðunum

„Hlýnun loftslags af mannavöldum er staðreynd, engin bábilja.“ Þessi yfirlýsing sýnir öðrum fremur hve langt loftlagsmál hafa færst á undanförnum árum. Það að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, fullyrði á þennan veg og aðrir þjóðarleiðtogar taki í sama streng, sýnir okkur að búið er að viðurkenna vandamálið. Og það er alltaf fyrsta skrefið í átt að lausn. Sú lausn fæddist ekki hér í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að bjartsýnustu menn hefðu vonast eftir því. Kannski var það of mikil bjartsýni, margir tala þannig nú.

Meintur ritstuldur á Bifröst í rannsókn

Yfirstjórn Háskólans á Bifröst rannsakar nú meintan ritstuld lögfræðings sem útskrifaðist frá skólanum árið 2008. Maðurinn er grunaður um að hafa stolið lokaritgerð í lögfræði við háskólann.

Sjá næstu 50 fréttir