Innlent

Sex stútar teknir í borginni

Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Töluverður fjöldi fólks var í miðbæ Reykjavíkur yfir nóttina og var lögreglan kölluð til vegna minniháttar pústra og hávaða í heimahúsum. Ekkert alvarlegt tilvik kom þó inn á borð lögreglu.

Fimm gistu fangageymslur vegna ölvunar og verður sleppt þegar þeir hafa sofið úr sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×