Innlent

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hættir

Sigfús Ingi. Mynd/siv.is
Sigfús Ingi. Mynd/siv.is

Sigfús Ingi Sigfússon, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins undanfarin þrjú ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Sigfús, sem er borinn og barnfæddur Skagfirðingur, mun í upphafi næsta árs halda á heimaslóðir og taka við starfi verkefnastjóra í atvinnumálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, að fram kemur á vef flokksins.

Tilkynnt verður á næstunni hver muni taka við af Sigfúsi sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×