Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir árekstur

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur skammt frá Akureyri á áttunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla segir að betur hafi farið en á horfðist og reyndist fólkið ekki alvarlega slasað.

Slysið varð þegar pallbíll og fólksbíll lentu saman á Hringveginum við bæinn Moldhauga. Fimm voru í pallbílnum og einn í fólksbílnum. Að sögn lögreglu var slæmt veður svæðinu þegar slysið varð. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×