Innlent

Fíladelfía safnaði sex milljónum fyrir Samhjálp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sex milljónir króna söfnuðust á árlegum jólatónleikum Fíladelfíu „Fyrir þá sem minna mega sín," sem voru haldnir dagana 7., 8. og 9. desember.

Í tilkynningu frá Fíladelfíu segir að söfnunarféð muni renna til Samhjálpar. Samhjálp rekur meðal annars kaffistofu við Borgartún, þar sem aðsókn hefur tvöfaldast síðasta árið, og meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsbæ.

Gospelkór Fíladelfíu söng á tónleikunum undir stjórn Óskars Einarssonar og Hrannar Svansdóttur ásamt mörgum einsöngvurum. Gestasöngvari var Eurovisionstjarnan Jóhanna Guðrún.

Í tilkynningu segist Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Fíladelfíu, vera afar ánægður með tónleikana í ár. „Tónleikarnir hafa nú verið haldnir í rúman áratug en allur ágóði þeirra hefur ávallt runnið til þeirra sem minna mega sín," segir Vörður Leví.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×