Innlent

„Það hefur greinilega verið hlustað á okkur"

Erna Hauksdóttir.
Erna Hauksdóttir. Mynd/Auðunn Níelsson
Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að horfið verði frá því að setja 14% virðisaukaskatt á mat seldan á veitingahúsum og sykraðar vörur.

„Við höfum barist mjög hart á móti þessum tillögum," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um nýjar tillögur meirihluta efnahags- og skattanefndar Alþingis. Samkvæmt þeim verður hætt við að leggja nýtt 14% þrep eins og lagt var til en skattþrepin áttu að vera þrjú frá næstu áramótum: 7%, 14% og 25%. Þess í stað verður efsta þrepið hækkað í 25,5% úr 24,5%. 14% skattþrepið var harðlega gagnrýnt, meðal annars af Samtökum ferðaþjónustunnar og Samtöku iðnaðarins.

Erna fullyrðir að hækkunin hefði flækt skattkerfið. „Við bentum á gríðarlega mismun ef þetta 14% stig hefði orðið að veruleika. Það er að tilbúinn matur í verslunum og sjoppum hefði haldið áfram að vera með 7% skatt í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að selja nákvæmlega saman matinn."

Erna er sátt með niðurstöðuna. „Það hefur greinilega verið hlustað á okkur. Við erum mjög ánægð með það því ég tel að við höfum rökstutt vel hversu slæmt þetta yrði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×