Innlent

Nóg að gera í verslunum

Mynd/Anton Brink
Nú þegar fimm dagar eru til jóla er mikið að gera hjá verslunarfólki. Fjöldi fólks er á ferð í kuldanum um Laugaveginn og líkt og í fyrra eru útlendingar áberandi. Þá eru margir sem kjósa að versla jólagjafirnar í verslunarmiðstöðunum Smáralind og Kringlunni.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, býst við því að 35 þúsund manns heimsæki verslunarmiðstöðuna í dag og annað eins á morgun. Hann segir að jólasalan í ár sé með góðu móti.

„Ég held að megi búast við því að jólasalan verði með svipuðu móti og í fyrra kannski heldur meiri. Það er verið að spá 8% aukningu og ég tel að það geti alveg átt við rök að styðjast,“ segir Sigurjón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×